Hvar á ég að kjósa?

Hvar á ég að kjósa? 

Þjóðskrá Íslands sér um gerð kjörskrárstofna sem eru grunnur fyrir kjörskrár sem sveitarfélögin gefa út. Á kjörskrárstofni eru allir íslenskir ríkisborgarar sem verða orðnir 18 ára á kjördag og eru skráðir með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár á viðmiðunardegi kjörskrár. Það er því afar mikilvægt að skráning lögheimilis sé rétt á viðmiðunardag en af því ræðst í hvaða sveitarfélagi maður á að kjósa. Nánari upplýsingar um skilyrði kosningaréttar. Vakin er athygli á því að um kosningarétt til sveitarstjórna gilda aðrar reglur um kosningarétt en um kosningar til Alþingis, forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þegar um er að ræða alþingiskosningar er viðmiðunardagur kjörskrár 5 vikum fyrir kjördag en fyrir aðrar kosningar, s.s. forseta-, sveitarstjórnar- og þjóðaratkvæðagreiðslur er viðmiðunardagurinn 3 vikum fyrir kjördag. 

Sveitarstjórn er við samningu kjörskrár bundin við skráningu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár á viðmiðunardag að því er varðar staðsetningu í sveitarfélag. Óheimilt er að breyta kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili hefur ekki borist Þjóðskrá Íslands.

Kosningavefur innanríkisráðuneytis  
Eyðublað vegna kjörskrár 
Kosningaréttur


Leit

Leit