Eftirtalin vottorð er hægt að panta á netinu og greiða með kreditkorti. Einstaklingur getur einungis pantað vottorð fyrir sjálfan sig og börn sín auk þeirra sem hann kann að hafa forsjá yfir. Vottorð sem byggja á skráningarupplýsingum úr þjóðskrá og varða tiltekinn einstakling eru einungis afhent þeim sem tilgreindur er á vottorðinu eða gegn umboði.

Hjúskaparsöguvottorð er ekki hægt að panta á netinu, verð er 6.800 kr.

Áður en þú pantar vottorð þarftu að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænu skilríki.
Panta Íslykil (Athugaðu að það getur tekið 5-10 mínútur að fá lykilinn í heimabankann. Við fyrstu innskráningu þarftu að breyta honum og skrá upplýsingar um farsíma og netfang)
Nánari upplýsingar um Íslykil.

Afgreiðslutími og afhending.
Sjálfsafgreiðsla

PANTA VOTTORÐ Á NETINU

Tegund vottorðs Lýsing Verð
Fæðingarvottorð Vottorð um fæðingardag/kennitölu, kyn, fæðingarstað og nöfn foreldra 1900 kr.
Hjónavígsluvottorð Vottorð um hjónavígsludag og -stað auk upplýsinga um hjón, nafn, kennitölu/fæðingardag fæðingarstað, lögheimili og kyn. 1900 kr.
Hjúskaparstöðuvottorð Vottorð um núverandi hjúskaparstöðu, t.d. ógift/ur, skilin/n að borði og sæng, lögskilin/n eða að hjúskaparstaða er óupplýst. 1900 kr.
Sambúðarvottorð Vottorð um núverandi sambúð, þ.e. upplýsingar um sambúðaraðila, upphafsdagsetningu sambúðar og lögheimili. 1900 kr.
Dánarvottorð Vottorð um dánardag, dánarstað auk hjúskaparstöðu við andlát. 1900 kr.
Forsjárvottorð Vottorð um fyrirkomulag forsjár barns, tilgreint er nafn, kennitala og lögheimili barns, nöfn og kennitölur forsjáraðila og fyrirkomulag forsjár. 1900 kr.
Staðfesting á núverandi lögheimili fyrir einn Vottorð um núverandi lögheimili einstaklings. Ef viðkomandi er með lögheimili á Íslandi þá er heimilisfang tilgreint, en ef lögheimilið er erlendis þá er einvörðungu tilgreint land. 950 kr.
Staðfesting á núverandi lögheimili fyrir alla á sama fjölskyldunúmeri Vottorð um núverandi lögheimili aðila sem hafa sama fjölskyldunúmer. Ef lögheimilið er á Íslandi þá er heimilisfang tilgreint, en ef lögheimilið er erlendis þá er einvörðungu tilgreint land. 950 kr.
Aðsetursvottorð - einungis fyrir námsmenn Vottorð fyrir námsmenn sem sýnir núverandi lögheimili auk upplýsinga um aðsetur og tímabil aðseturs. 1900 kr.
Lögheimilissaga - án heimilisfanga, en lönd tilgreind Vottorð fyrir einstakling sem tilgreinir í hvaða landi eða löndum viðkomandi hefur átt lögheimili frá tilteknum tíma til dagsins í dag. 1900 kr.
Lögheimilisaga - með heimilisföngum, sérvinnsla Upptalning á lögheimilum þ.e. heimilisföngum og sveitarfélagi á Íslandi frá tilteknum tíma til dagsins í dag. Ef einstaklingurinn hefur átt lögheimili erlendis þá er land/lönd tilgreind en ekki heimilisföng. 6800 kr.
Ríkisfangsvottorð Vottorð um íslenskt ríkisfang. Auk ríkisfangs er tilgreint fullt nafn, kennitala, kyn og lögheimili einstaklings. 1900 kr.
Vottorð um nafnbreytingu Vottorð um núverandi nafn og fyrra/fyrri nöfn sem skráð hafa verið í þjóðskrá. Auk upplýsinga um nöfn er kennitala, kyn og lögheimili tilgreint. 1900 kr.
Staðfesting á lífi Vottorð fyrir einstakling þar sem tilgreint er að viðkomandi sé á lífi. Auk upplýsinga um nöfn er kennitala, kyn og lögheimili tilgreint. 1900 kr.

Ef ekki er unnt að panta vottorð á netinu er hægt að koma í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands eða hafa samband við þjónustuver. Greiða þarf fyrir vottorð um leið og það er pantað, ekki er unnt að greiða með millifærslum á bankareikning stofnunarinnar.

Afgreiðslutími og afhending

Afgreiðslutími vottorða er að öllu jöfnu 5-8 virkir dagar. Biðtími getur þó orðið allt að 8-10 virkum dögum þegar álag er mikið. Afhendingartími miðast við þann dag sem greitt er fyrir vottorð en ekki pöntunardag. Að auki bætist sendingartími Íslandspósts við afgreiðslutímann.

Vottorð eru alltaf send á lögheimili viðkomandi. Ef vottorð er pantað á netinu eða í þjónustuveri gegn framvísun löggilds skilríkis er að auki hægt að óska eftir að vottorðið verði líka sent í tölvupósti á uppgefið netfang. Vottorð eru einungis send í tölvupósti ef viðkomandi hefur pantað á netinu eða framvísað skilríkjum í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands.

Framvísa þarf umboði ef óskað er eftir vottorði fyrir þriðja aðila.

Gjaldskráin gildir frá 1. janúar 2013.


Leit

Leit