Fyrsta brunabótamat

Húseiganda er skylt að óska eftir brunabótamati nýrrar húseignar ekki síðar en fjórum vikum eftir að hún er tekin í notkun, sjá lög um brunatryggingar númer 48 frá 1994.

Eyðublað F-503 Beiðni um brunabótamat

Starfsmaður Þjóðskrár Íslands skoðar þá eignina og gefur út mat. Fyrsta brunabótamat er húseigandanum að kostnaðarlausu en álagning skipulagsgjalds fer fram í kjölfar þess. Sjá reglugerð um skipulagsgjald.
Eyðublað F-560 Beiðni um breytingu á álagningu skipulagsgjalds

Endurmat á brunabótamati

Húseiganda er skylt að óska nýs brunabótamats á húseign ef ætla má að verðmæti hennar hafi aukist vegna endurbyggingar eða endurbóta, enda er það til hagsbóta fyrir eigandann ef tjón ber að höndum að brunabótamat endurspegli raunverulegt vátryggingarverðmæti.

Eyðublað F-503 Beiðni um endurmat á brunabótamati

Niðurstöðu Þjóðskrár Íslands má ávallt skjóta til yfirfasteignamatsnefndar sem kveður upp fullnaðarúrskurð.

Athugasemd við brunabótamat

Ef þú sættir þig ekki við gildandi brunabótamat getur þú ávallt krafist endurmats brunabótamats á eigin kostnað. 
Gjaldskrá vegna brunabótamats

 


Leit

Leit