Fyrsta fasteignamat

Fasteignamat, en í því felst húsmat og lóðarmat, er fyrst sett á þegar byggingarfulltrúi sveitarfélags tilkynnir um byggingarstig 4 eða óskar eftir að matsstig 4 sé sett á. Síðan breytist mat þess í samræmi við matsstig uns það telst fullbúið, enda má ætla að gangverð hússins hækki eftir því sem byggingunni miðar fram.

Matsstig:

1  Byggingar- og framkvæmdaleyfi
2  Undirstöður
3  Burðarvirki reist
4  Mannvirki fokhelt
5  Mannvirki tilbúið til innréttingar
6  Mannvirki fullgert án lóðarfrágang
7  Mannvirki fullgert
8  Mannvirki ekki fullklárað en tekið í notkun
9  Mannvirki í endurbyggingu
N  Fasteignaréttindi
U  Leyfi útrunnið

Sveitarfélögin, embætti byggingarfulltrúa á hverjum stað, senda Þjóðskrá Íslands upplýsingar um allar nýjar fasteignir, breytingar á þeim og upplýsingar um niðurrifin hús. Skráningu eignanna í fasteignaskrá er þá breytt í samræmi við tilkynningarnar. Starfsmenn Þjóðskrár Íslands skoða eignir og ef um ný hús er að ræða eru þau tekin í mat.

Sé eldri húsum breytt, til dæmis ef byggð hefur verið sólstofa við það þá breytist mat hússins vegna þess.

Mat breytist einnig ef hlutfallstölur í fjöleignarhúsi breytast til dæmis með gerð eignaskiptayfirlýsinga.

Athugasemdir við fasteignamat

Eigandi fasteignar sem sættir sig ekki við skráð fasteignamat getur óskað endurmats Þjóðskrár Íslands um matið. Beiðni um endurmat skal vera skrifleg og studd rökum og nauðsynlegum gögnum. 

Eyðublöð vegna fasteignaskrár

Fasteignamat breytist árlega í samræmi við þróun fasteignaverðs.Húseigendur geta ávallt gengið að brunabótamati og fasteignamati hér á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.

Nýtt fasteignamat er gefið út 31. desember á hverju ári. 


Leit

Leit