Hvað er fasteignamat?

Fasteignamat er gangverð, umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hefði haft í kaupum og sölum í febrúarmánuði, miðað við heimila og mögulega nýtingu fasteignarinnar á hverjum tíma. Nýtt febrúarverðlag er ákvarðað í maí mánuði ár hvert. Mat samkvæmt hinu nýja verðlagi tekur gildi í árslok. Fasteignamat eignar tekur bæði til húss og lóðar og er fasteignamati skipt í húsmat og lóðarmat.

Tilgangur

Tilgangur fasteignamats er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda en fasteignamatið er stofn fasteignagjalda og erfðafjárskatts.Fasteignagjöld miðast við mat á febrúarverðlagi ári áður en gjöldin eru lögð á.

Fasteignamat hefur verið notað sem viðmið í ýmsum öðrum tilgangi. Til dæmis er fjárhæð stimpilgjalds vegna þinglýsingar kaupsamnings 0,4 % af fasteignamati eignar. Enn fremur miða sumar lánastofnanir veðhæfni fasteigna við ákveðið hlutfall af fasteignamati.

Uppfærsla fasteignamats

Þjóðskrá Íslands endurmetur skráð matsverð allra fasteigna 31. maí ár hvert. Skal það verð talið fasteignamatsverð frá og með 31. desember þess árs til jafnlengdar næsta árs nema sérstök matsgerð komi til. Þjóðskrá Íslanda ber eigi síðar en í júnímánuði ár hvert að gera hverju sveitarfélagi og hverjum eiganda grein fyrir niðurstöðum endurmatsins. Frestur eiganda til athugasemda skal vera mánuður frá tilkynningu ákvörðunar.

Eigendur fasteigna geta ávallt gengið að brunabótamati og bæði gildandi og fyrihuguðu fasteignamati eigna hér á vefsíðu Þjóðskrár Íslands

Mikilvægt er að eigendur gangi úr skugga um að upplýsingar um fasteignir þeirra séu rétt skráðar þar sem þær eru grundvöllur fasteignamats sem ýmis opinber gjöld og skattar taka mið af. 

Skoða fasteignamat


Leit

Leit