Hér má finna sýnishorn af eignaskiptayfirlýsingu og fylgiskjali sem sýnir hvaða eign bílskúr tilheyrir.

Bílageymslur og bílskúrar

Oft getur verið snúið að breyta skráningu ef bílskúrar eða bílastæði í bílageymslum ganga kaupum og sölum. Almennt er óheimilt að selja bílastæði og bílageymslur til annarra en þeirra sem eiga íbúð á sömu lóð og bílskúrinn eða bílageymslan er. Tilfærslur innan lóðar eru þó almennt heimilar en breyta þarf eignaskiptayfirlýsingum þannig að þær gefi rétta mynd af eigninni eftir tilfærslu.

Slík breyting er tiltölulega einföld ef farin er sú leið að gera sérstaklega grein fyrir bílskúrum í eignaskiptayfirlýsingu og tengja þá við viðeigandi eign með sérstöku fylgiskjali. Þá er nóg að útbúa nýtt fylgiskjal og þinglýsa því sem viðauka við fyrirliggjandi eignaskiptayfirlýsingu. Hér má finna dæmi um slíka eignaskiptayfirlýsingu og fylgiskjal sem fylgir henni. Hér má svo sjá fylgiskjal sem yrði til við tilfærslu bílskúra á þessari lóð.

Eignaskiptayfirlýsingar fyrir hesthús

Í 24. gr. a í reglugerð um eignaskiptayfirlýsingar (Nr. 1110/2007) er fjallað um eignaskiptayfirlýsingar fyrir hesthús, en sérstakar reglur gilda um útreikning hlutfallstalna í hesthúsi.  Hér má finna sýnishorn af eignaskiptayfirlýsingu fyrir hesthús, skráningartöflu sem henni fylgir, grunnmynd og sniðmynd.


Leit

Leit