Mynd: Litun teikningaAuðkenna skal með lit einstök rými á teikningum sem eru fylgiskjöl með eignaskiptayfirlýsingum. Lita skal grunnmyndir og sniðmyndir. Einungis skal afmarka rými í lokunarflokki A með lit. Lita skal millifleti. Aðgreina skal með litun aðliggjandi rými, þó að þau tilheyri sömu eign, ef þau hafa sjálfstætt númer.

Litun skal á grunnmyndum fylgja útbrún útveggja og miðju innveggja sem liggja í rýmisskilum. Á sniðmyndum skal litun fylgja útbrún útveggja, vera í miðju innveggja sem liggja í rýmisskilum og fylgja botnplötu og gólfplötu á sama hátt og salarhæð afmarkast.

Öll rými sem tengjast saman í eina eign skal lita í sama lit. Undantekning er bílskúrar sem geta gengið kaupum og sölum. Sameign allra skal lita gula en sameign sumra skal lita græna. Á sama hátt skal afmarka sérnotafleti með lit og þá með sama lit og þá eign sem sérnotaflöturinn fylgir.


Leit

Leit