Svalaskýli

Svalaskýli skulu teljast í skráningartöflu lokaðar svalir í höfuðflokki S og lokunarflokki A. Enginn greinarmunur er gerður á svölum og svalaskýlum í skráningartöflu, annar en lokunarflokkur. Þau hafa sömu áhrif á hlutfallstölur og svalir, þ.e. skiptarúmmál er 1 x botnflötur, en hafa ekki áhrif á botnflöt, birt flatarmál, brúttóflatarmál, nettóflöt eignar né rúmmál hennar. Svalaskýli eru utan hjúpflatar og því utan varmaeinangrunar húss.

Ef svalaskýli er sameinað rými í lokunarflokki A, þ.e. ef birt flatarmál eykst, skal sækja um það sérstaklega til byggingarnefndar og fer þá með breytingu á skráningu svalaskýlis sem annarra lokaðra rýma.

Minnisblað Byggingarfulltrúans í Reykjavík um svalaskýli frá 16. september 2013.

Ákvæði til bráðabirgða

Þar til nýtt forrit Þjóðskrár Íslands fyrir skráningartöflu verður tekið í notkun skal skrá svalaskýli í lokunarflokki B.


Leit

Leit