Mynd: Heitur ofnUpphitað rými

Í reglugerð númer 910/2000 er kveðið á um skiptingu hitakostnaðar þar sem er sameiginlegur hitamælir. Þar segir að hlutdeild sameignar allra, sameignar sumra eða séreigna í hitakostnaði, skuli reikna sem hlutfall brúttórúmmáls upphitaðs rýmis þessara eignarhluta af brúttórúmmáli upphitaðs rýmis í því mannvirki eða eign sem hitamælir er fyrir.

Upphitað rými telst að jafnaði allt rými innan varmaeinangrunar í upphituðu húsi. Gangar, geymslur, inntaksklefar og önnur slík rými sem ekki hafa ofna, hitablásara eða önnur tæki til upphitunar, en eru innan einangrunar hússins, teljast upphituð rými.

Frávik frá þessari reglu geta verið samkvæmt eðli máls t.d. kælirými, frystirými eða önnur rými eftir því sem við á þar sem sérstakar ástæður eru til þess að rýmið reiknist ekki með við útreikning hitakostnaðar.


Leit

Leit