Landeignaskrá

Þjóðskrá Íslands fer, skv. lögum nr, 6/2001, með yfirstjórn fasteignaskráningar og rekstur gagna- og upplýsingakerfis sem nefnist fasteignaskrá. Í lögunum kemur m.a. fram: 

    "Kjarni fasteignaskrár eru upplýsingar um lönd og lóðir og hnitsett afmörkun þeirra, mannvirki við þau skeytt og réttindi þeim viðkomandi."

                                                     

Unnið er að nútímavæðingu fasteignaskrár með aukinni áherslu landeignina sem slíka; á landfræðilega afmörkun eigna og skráningu staðfanga. Uppdráttur (kort) þar sem fram kemur hnitsett afmörkun landeignar er forsenda nýskráningar í dag. Um leið er mælst til þess að afmörkun upprunalands sé hnitsett áður en landskipti fara fram. Þannig eignast allar nýjar landeignir nákvæma afmörkun og stærð. Samhliða verða til áreiðanlegar upplýsingar um stærð og legu eldri landeigna.

Þjóðskrá Íslands færir þessar upplýsingar inn í gagnagrunn og teiknar eignamörk upp í landupplýsingakerfi. Þannig bætum við stanslaust við áreiðanlega landeignaskrá, en skráin heldur jafnframt utan um mæliblöð og önnur gögn er viðkoma hnitsetningu eignamarka. Sveitarfélög og aðrir samþykktir skráningaraðilar munu viðhalda skráningu landeigna til framtíðar.

Skráning mannvirkis telst ekki vera skráning nýrrar fasteignar, heldur verður mannvirkið hluti þeirrar landeignar sem það stendur á eða umlykur það. Ný fasteign er þannig alltaf landeign með, eða án mannvirkja. Eina undantekningin á þessu er þegar fjölbýlishúsi er skipt upp í séreignarhluta með eignaskiptayfirlýsingu. Þá verður hver séreignarhluti sjálfstæð fasteign, þó svo að landeignin sem húsið stendur á sé í sameign.

Þjóðskrá Íslands innheimtir gjald fyrir stofnun nýrra landeigna í samræmi við lögbundna gjaldskrá.

Hér má nálgast almennan fróðleik og leiðbeiningar um stofnun nýrra landeigna:


Starfsmenn landupplýsingadeildar geta veitt nánari upplýsingar í tölvupósti á landupplysingar@skra.is


Hér má finna ítarlegri upplýsingar og leiðbeiningar, ætlaðar fyrir skráningaraðila.

Leit

Leit