Athugið!
Brunabótamat er vátryggingarfjárhæð húseigna sem iðgjöld lögbundinna brunatrygginga taka mið af. Tilgangur brunabótamats er að finna vátryggingafjárhæð húseigna.

Brunatryggingin er ætluð til þess að eigandi fái tjón sitt bætt ef húseign hans brennur.

Lögbundna brunatryggingin tekur aðeins til húseignar en ekki til innbús, staðsetningarverðmætis eða kostnaðar við frágang lóðar. 

Fasteignaeigendur þurfa að tryggja innbú sitt sérstaklega, kjósi þeir að láta brunatryggingu ná til þess. 

Samhliða innheimtu iðgjalds brunatryggingar eru innheimt opinber gjöld sem lögð eru á alla húseigendur og miðast við brunabótamat. Þessi gjöld eru meðal annars forvarnargjald sem rennur í Ofanflóðasjóð, viðlagatryggingargjald sem rennur til Viðlagatryggingar Íslands og brunabótamatsgjald sem rennur til Þjóðskrár.

Skýrslur

Skýrslur um brunabótamat

Sjá nánar