Forsendur brunabótamats

Brunabótamat tekur til þeirra efnislegu verðmæta húseignar sem eyðilagst geta í eldi og miðast við byggingarkostnað að teknu tilliti til aldurs, slits, viðhalds og ástands eignar, að viðbættum kostnaði við hreinsun brunarústa. Virðisaukaskattur er reiknaður á allan byggingarkostnað sem tilheyrir brunabótamati, nema á vinnu manna á byggingarstað íbúðarhúsa en þar er dreginn frá sá hluti virðisaukaskatts sem fæst endurgreiddur (100%).

Brunabótamat er endurreiknað árlega en uppfært mánaðarlega þess á milli í samræmi við breytingar á byggingavísitölu. Upplýsingar um byggingarvísitölu er hægt að finna á vef Hagstofu Íslands. Við árlegan endurreikning brunabótamats er miðað við þær breytingar sem orðið hafa á byggingarkostnaði hinna ýmsu tegunda húseigna næstliðið ár að teknu tilliti til eðlilegs viðhalds og efnislegra afskrifta.

Skýrslur

Skýrslur um brunabótamat

Sjá nánar