Húseiganda er skylt að óska eftir brunabótamati nýrrar húseignar ekki síðar en fjórum vikum eftir að hún er tekin í notkun. 

Húseiganda er skylt að óska eftir endurmati brunabótamats á húseign ef ætla má að verðmæti hennar hafi aukist vegna endurbyggingar eða endurbóta, enda er það til hagsbóta fyrir eigandann ef tjón ber að höndum að brunabótamat endurspegli raunverulegt vátryggingarverðmæti.

Ef húseigandi telur brunabótamat ekki lýsa efnislegu verðmæti húseignar sinnar getur hann krafist endurmats brunabótamats.

Fyrsta brunabótamat er húseiganda að kostnaðarlausu en álagning skipulagsgjalds fer fram í kjölfar þess. Skipulagsgjald er 0,3% af brunabótamati nýbyggingar og rennur í skipulagssjóð. 

Fyrir endurmat brunabótamats greiðist 0,03% af brunabótamati viðkomandi húseignar. Sjá nánar í gjaldskrá vegna brunabótamats.

Gjaldskrá

Greiða þarf fyrir endurmat brunabótamats samkvæmt gjaldskrá

Sjá nánar