Skipulagsgjald

Húseigandi greiðir skipulagsgjald 0,3% af brunabótamati einu sinni af hverri nýbyggingu. Nýbygging telst hvert nýbyggt hús sem komið er með brunabótamat, og viðbyggingar við eldri hús ef virðingarverð hinnar nýju viðbyggingar nemur a.m.k. 1/5 verðs eldra hússins.

Fjárhæð skipulagsgjalds

Fjárhæð skipulagsgjalds er 0,3% af brunabótamati fasteignar sem þýðir að fyrir hverjar 10 milljónir sem fasteign er virt til brunabótamats greiðist kr. 30.000 í skipulagsgjald. 

Önnur dæmi eru:

Brunabótamat Skipulagsgjald
 50.000.000 kr    150.000 kr
 100.000.000 kr    300.000 kr
 150.000.000 kr    450.000 kr

Innheimta

Sýslumaður innheimtir skipulagsgjald af húseiganda vegna húsbygginga og annarra gjaldskyldra mannvirkja í umdæmi sínu. Í umdæmi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu annast embætti ríkisskattstjóra innheimtuna.

Beiðni um endurmat skipulagsgjalds

Húseigandi getur í eftirtöldum tilvikum óskað eftir endurmati á skipulagsgjaldi telji hann:

  • að skipulagsgjald hafa verið lagt á umrædda fasteign áður, 
  • að skipulagsgjald hafa verið lagt á rangan aðila, 
  • að fjárhæð brunabótamats sé ekki rétt, 
  • eða að brunabótamat hafi verið lagt á ranga eign.

Hægt er að óska eftir endurmati skipulagsgjalds með því að hafa samband með tölvupósti á brunabotamat@hms.is

Kæruheimild

Ákvarðanir vegna álagningar og innheimtu skipulagsgjalda má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.  Um kærur er fjallað í X. kafla skipulagslaga.