Fasteignamat

Athugið!
Fasteignamat er gangverð, umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hefði haft í kaupum og sölum í febrúarmánuði.

Hægt er að sjá fyrirhugað mat frá og með 1. júní ár hvert. Fasteignaeigendum er tilkynnt um fyrirhugað mat í júní. Matið tekur svo gildi 31. desember.

Byggingarfulltrúar í hverju sveitarfélagi fyrir sig senda Þjóðskrá upplýsingar um allar nýjar fasteignir, breytingar á þeim og upplýsingar um niðurrifin hús og nýjar eignaskiptayfirlýsingar. Skráningu eignanna í fasteignaskrá er þá breytt í samræmi við tilkynningarnar. 

Eigendur fasteigna geta ávallt gengið að brunabótamati og bæði gildandi og fyrirhuguðu fasteignamati eigna. Fasteignaeigendur geta skoðað tilkynningaseðil fasteignamats í pósthólfi á mínum síðum á Ísland.is. Til þess þurfa þeir Íslykil eða rafræn skilríki. Hægt að óska eftir að fá tilkynningaseðilinn sendan með bréfpósti.

Tilgangur fasteignamats

Tilgangur fasteignamats er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda en fasteignamatið er stofn fasteignagjalda og erfðafjárskatts. Fasteignagjöld miðast þar með við mat á febrúarverðlagi ári áður en gjöldin eru lögð á.

Fasteignamat hefur verið notað sem viðmið í ýmsum öðrum tilgangi. Til dæmis er fjárhæð stimpilgjalds vegna þinglýsingar kaupsamnings háð fasteignamati eignar. Enn fremur miða sumar lánastofnanir veðhæfni fasteigna við ákveðið hlutfall af fasteignamati.

Mikilvægt er að eigendur gangi úr skugga um að upplýsingar um fasteignir þeirra séu rétt skráðar. Ef upplýsingarnar eru ekki réttar, þá skal koma athugasemdum á framfæri við byggingarfulltrúa í viðeigandi sveitarfélagi, en ef eigendur fasteignar telja að fasteignamat hennar endurspegli ekki gangverð þá er hægt að gera athugasemd við það eða sækja um endurmat.

Fasteignin mín á Ísland.is

Á mínum síðum á Ísland.is má sjá yfirlit yfir allar fasteignir sem eru skráðar með þig sem eiganda.

Mínar síður á Ísland.is

Fasteignamat á Ísland.is

Finna má tilkynningar um nýtt fasteignamat frá Þjóðskrá í pósthólfinu á Ísland.is

Pósthólf á Ísland.is

Matsstigin

Skilgreiningar á matsstigi Þjóðskrár Íslands

Sjá nánar