Fasteignamat 2021

2,1
 %
Hækkun frá 2020
2,2
%
Höfuðborgarsvæðið
1,9
 %
Landsbyggðin
2,2
 %
Íbúðir - sérbýli
1,7
%
Atvinnuhúsnæði
2,4
%
Íbúðir - fjölbýli
0,1
%
Sumarhús

Fasteignamat hækkar um 2,1%

  • Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 2,1% frá yfirstandandi ári og verður 9.429 milljarðar króna, samkvæmt  fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2021. Þetta er umtalsvert minni hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 6,1% á landinu öllu.
  • Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkar um 2,3% á milli ára og verður alls 6.511 milljarðar króna, þar af hækkar sérbýli um 2,2% á meðan fjölbýli hækkar um 2,4%.
  • Fasteignamat íbúða hækkar um 2,4% á höfuðborgarsvæðinu á meðan hækkunin er 2,1% á landsbyggðinni.
  • Fasteignamat íbúða hækkar mest í Akrahreppi en þar hækkar íbúðarmatið um 17,8%, í Ísafjarðarbæ um 15,5% og í sveitarfélaginu Ölfusi um 15,2%. Mestu lækkanir á íbúðamati eru í sveitarfélaginu Vogum þar sem fasteignamat íbúða lækkar um 5,2%, Í Vopnafjarðarhreppi um 3,6% og í Reykjanesbæ þar sem fasteignamat íbúða lækkar um 3,3%.
  • Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 1,7% á landinu öllu; um 1,6% á höfuðborgarsvæðinu en um 1,9% á landsbyggðinni.

Litlar breytingar á aðferðarfræði

Almennt eru litlar breytingar á aðferðarfræði fasteignamats á milli ára. Aðferð við lóðarmat var endurskoðuð auk þess sem hætt er að nota sérstaka matsaðferð á búgarða. Einnig er verið að endurskoða hlunnindamat jarða og færa það til nútímahorfs. Að öðru leyti er helsta breytingin hagnýting á gervigreind sem styrkir núverandi aðferðarfræði og líkanagerð við fasteignamat.

 

Flettu upp fasteignamati á þinni eign

Af einstaka sveitarfélögum hækkar heildarfasteignamat mest á Ísafirði eða um 11,2%, um 8,8% í Akrahreppi og 8,5% í Tálknafjarðarhreppi og á Blönduósi. Mest lækkun er í Skorradalshreppi og Sveitarfélaginu Vogum þar sem fasteignamatið lækkar um 3,6%.

Breyting á fasteignamati innan sveitarfélaga

 
Númer Sveitarfélag Fjöldi fastanúmera Fasteignamat 2020 Fasteignamat 2021 Breyting í %
0000 Reykjavíkurborg 61148 3.839.709.965 3.903.282.168 1,7%
1000 Kópavogsbær 16439 980.140.551 1.012.324.145 3,3%
1100 Seltjarnarnesbær 1877 136.247.169 137.777.577 1,1%
1300 Garðabær 7209 499.162.920 516.389.472 3,5%
1400 Hafnarfjarðarkaupstaður 13115 712.032.580 736.559.697 3,4%
1604 Mosfellsbær 5991 295.636.916 302.154.372 2,2%
1606 Kjósarhreppur 1053 15.980.430 16.072.599 0,6%
2000 Reykjanesbær 9030 348.167.681 340.743.313 -2,1%
2300 Grindavíkurbær 1510 65.603.049 70.636.399 7,7%
2506 Sveitarfélagið Vogar 729 23.390.684 22.530.602 -3,7%
2510 Suðurnesjabær 1863 87.498.560 88.023.812 0,6%
3000 Akraneskaupstaður 3493 147.001.677 144.786.303 -1,5%
3506 Skorradalshreppur 985 15.006.496 14.458.963 -3,6%
3511 Hvalfjarðarsveit 1544 49.074.952 50.256.014 2,4%
3609 Borgarbyggð 5413 98.005.392 100.173.735 2,2%
3709 Grundarfjarðarbær 604 13.153.877 13.051.006 -0,8%
3710 Helgafellssveit 159 1.853.949 1.837.560 -0,9%
3711 Stykkishólmsbær 805 22.191.560 21.806.487 -1,7%
3713 Eyja- og Miklaholtshreppur 205 3.077.952 3.154.663 2,5%
3714 Snæfellsbær 1411 23.199.871 24.029.107 3,6%
3811 Dalabyggð 866 12.141.428 12.457.360 2,6%
4100 Bolungarvíkurkaupstaður 708 7.553.190 8.174.099 8,2%
4200 Ísafjarðarbær 2970 41.935.509 46.644.879 11,2%
4502 Reykhólahreppur 477 3.943.193 4.012.415 1,8%
4604 Tálknafjarðarhreppur 213 2.677.228 2.904.842 8,5%
4607 Vesturbyggð 1026 10.001.353 10.466.733 4,7%
4803 Súðavíkurhreppur 369 2.921.033 2.995.574 2,6%
4901 Árneshreppur 134 812.936 826.606 1,7%
4902 Kaldrananeshreppur 199 1.264.602 1.291.460 2,1%
4911 Strandabyggð 501 5.265.244 5.288.879 0,4%
5200 Sveitarfélagið Skagafjörður 3213 69.399.283 74.976.077 8,0%
5508 Húnaþing vestra 1188 19.365.353 19.898.184 2,8%
5604 Blönduósbær 714 12.653.343 13.731.131 8,5%
5609 Sveitarfélagið Skagaströnd 434 4.473.145 4.694.886 5,0%
5611 Skagabyggð 101 1.344.108 1.365.209 1,6%
5612 Húnavatnshreppur 458 10.720.666 10.926.910 1,9%
5706 Akrahreppur 196 2.997.899 3.260.916 8,8%
6000 Akureyrarkaupstaður 10427 411.838.266 415.836.199 1,0%
6100 Norðurþing 2029 50.378.704 53.124.515 5,5%
6250 Fjallabyggð 1782 26.261.903 26.700.758 1,7%
6400 Dalvíkurbyggð 1194 27.620.557 28.955.471 4,8%
6513 Eyjafjarðarsveit 808 19.872.157 20.567.638 3,5%
6515 Hörgársveit 606 11.919.612 12.345.954 3,6%
6601 Svalbarðsstrandarhreppur 454 9.995.347 10.366.033 3,7%
6602 Grýtubakkahreppur 300 5.457.304 5.714.635 4,7%
6607 Skútustaðahreppur 415 11.778.983 11.910.969 1,1%
6611 Tjörneshreppur 43 786.220 822.502 4,6%
6612 Þingeyjarsveit 1297 25.344.729 26.127.945 3,1%
6706 Svalbarðshreppur 88 935.186 960.104 2,7%
6709 Langanesbyggð 454 4.707.839 4.840.530 2,8%
7000 Seyðisfjarðarkaupstaður 577 8.327.324 8.476.960 1,8%
7300 Fjarðabyggð 3162 165.436.331 168.891.548 2,1%
7502 Vopnafjarðarhreppur 502 8.646.373 8.590.052 -0,7%
7505 Fljótsdalshreppur 95 10.102.420 10.274.243 1,7%
7509 Borgarfjarðarhreppur 205 1.538.357 1.544.342 0,4%
7617 Djúpavogshreppur 371 4.881.187 5.238.246 7,3%
7620 Fljótsdalshérað 2563 64.233.092 68.070.217 6,0%
7708 Sveitarfélagið Hornafjörður 1587 35.094.536 37.664.659 7,3%
8000 Vestmannaeyjabær 2398 73.006.367 75.185.669 3,0%
8200 Sveitarfélagið Árborg 5695 193.067.438 195.310.434 1,2%
8508 Mýrdalshreppur 584 12.365.486 13.021.777 5,3%
8509 Skaftárhreppur 768 13.297.891 13.447.560 1,1%
8610 Ásahreppur 311 23.504.965 24.046.843 2,3%
8613 Rangárþing eystra 1945 38.978.690 40.120.144 2,9%
8614 Rangárþing ytra 2858 43.849.463 44.798.509 2,2%
8710 Hrunamannahreppur 1054 25.469.550 26.344.411 3,4%
8716 Hveragerðisbær 1532 54.825.989 57.283.774 4,5%
8717 Sveitarfélagið Ölfus 1686 54.306.194 58.362.897 7,5%
8719 Grímsnes-og Grafningshreppur 5245 96.113.396 97.406.572 1,3%
8720 Skeiða- og Gnúpverjahreppur 836 29.799.627 30.573.072 2,6%
8721 Bláskógabyggð 3825 70.966.639 70.778.062 -0,3%
8722 Flóahreppur 800 14.159.605 14.593.148 3,1%
206.846 9.234.473.471 9.432.260.546 2,1%

Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 2,2% en um 1,9% á landsbyggðinni. Þar af er mest hækkun á Vestfjörðum eða 8,2%, um 6,5% á Norðurlandi vestra, 3,5% á Austurlandi og um 2,2% á Suðurlandi, 1,9% á Norðurlandi eystra, um 0,4% á Vesturlandi, og lækkun um 0,5% á Suðurnesjum.

Breyting á fasteignamati innan landshluta

 

Fasteignamat

Landshluti Fjöldi fastanúmera Fasteignamat 2020 Fasteignamat 2021 Fasteignamat % breyting
1 Höfuðborgarsvæðið 106.832 6.478.910.531 6.624.560.030 2,2%
2 Suðurnes 13.132 524.659.974 521.934.126 -0,5%
3 Vesturland 15.485 384.707.154 386.011.198 0,3%
4 Vestfirðir 6.597 76.374.288 82.605.487 8,2%
5 Norðurland-Vestra 6.304 120.953.797 128.853.313 6,5%
6 Norðurland-Eystra 19.897 606.896.807 618.273.253 1,9%
7 Austurland 9.062 298.259.620 308.750.267 3,5%
8 Suðurland 29.537 743.711.300 761.272.872 2,4%

Landmat

Landshluti Fjöldi fastanúmera Landmat 2020 Landmat 2021 Landmat % breyting
1 Höfuðborgarsvæðið 106.832 1.049.168.951 1.074.070.528 2,4%
2 Suðurnes 13.132 83.299.778 83.436.203 0,2%
3 Vesturland 15.485 56.135.258 56.571.814 0,8%
4 Vestfirðir 6.597 7.660.785 8.259.486 7,8%
5 Norðurland-Vestra 6.304 11.308.829 12.374.634 9,4%
6 Norðurland-Eystra 19.897 81.401.447 83.283.312 2,3%
7 Austurland 9.062 23.725.166 24.957.206 5,2%
8 Suðurland 29.537 124.198.582 128.227.669 3,2%
Hér má sjá svör við helstu spurningum varðandi fasteignamat