Fasteignamat 2023

Fasteignamat er endurmetið á hverju ári. Fasteignamat 2023 miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2022 og tekur gildi 31.desember 2022.
19,9
%
Hækkun frá 2022
20,2
%
Höfuðborgarsvæðið
19,2
%
Landsbyggðin
25,4
%
Íbúðir - sérbýli
10,2
%
Atvinnuhúsnæði
21,6
%
Íbúðir - fjölbýli
20,3
%
Sumarhús

Flettu upp þinni fasteign


Fasteignamat hækkar um 19,9%

  • Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9% frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna, samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2023. Þetta er umtalsvert meiri hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 7,4% á landinu öllu.
  • Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkar um 23,6% á milli ára og verður alls 9.126 milljarðar króna, þar af hækkar sérbýli um 25,4% á meðan fjölbýli hækkar um 21,6%.
  • Fasteignamat íbúða hækkar um 23,6% á höfuðborgarsvæðinu á meðan hækkunin er 23,7% á landsbyggðinni.
  • Fasteignamat íbúða hækkar mest í Fljótsdalshrepp en þar hækkar íbúðarmatið um 38,9%, í Árborg og Hveragerðisbæ um 36,6% og í Ölfusi um 36%. Minnstu hækkanir á íbúðamati eru í Dalvíkurbyggð þar sem fasteignamat íbúða hækkar um 6,2% og í Hörgársveit og Skútustaðahrepp þar sem hækkunin er 8,5%.
  • Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 10,2% á landinu öllu; um 9,6% á höfuðborgarsvæðinu en um 11,5% á landsbyggðinni.
  • Fasteignamat sumarhúsa hækkar um 20,3% á landinu öllu

Litlar breytingar á aðferðarfræði

Almennt eru litlar breytingar á aðferðarfræði fasteignamats á milli ára.

 
Númer Sveitarfélag Fjöldi fasteigna Fasteignamat 2022 Fasteignamat 2023 Breyting í %
0000 Reykjavíkurborg 63.671 4.320.677.161 5.127.558.449 18,7%
1000 Kópavogsbær 17.004 1.172.579.403 1.430.501.544 22,0%
1100 Seltjarnarnesbær 1.898 151.375.440 174.521.852 15,3%
1300 Garðabær 7.548 599.893.395 744.423.953 24,1%
1400 Hafnarfjarðarkaupstaður 13.924 813.832.333 992.604.801 22,0%
1604 Mosfellsbær 6.350 352.857.185 436.251.315 23,6%
1606 Kjósarhreppur 1.088 18.767.934 22.701.085 21,0%
2000 Reykjanesbær 9.643 373.469.610 452.339.865 21,1%
2300 Grindavíkurbær 1.640 77.646.912 89.957.889 15,9%
2506 Sveitarfélagið Vogar 814 26.289.009 31.176.677 18,6%
2510 Suðurnesjabær 1.946 96.590.496 108.224.349 12,0%
3000 Akraneskaupstaður 3.660 158.510.079 190.016.457 19,9%
3506 Skorradalshreppur 985 14.393.017 18.605.137 29,3%
3511 Hvalfjarðarsveit 1.567 56.529.878 64.307.775 13,8%
3609 Borgarbyggð 5.312 108.452.602 127.518.746 17,6%
3709 Grundarfjarðarbær 597 13.557.694 16.404.989 21,0%
3710 Helgafellssveit 164 2.039.723 2.323.939 13,9%
3711 Stykkishólmsbær 810 24.017.013 28.158.152 17,2%
3713 Eyja- og Miklaholtshreppur 192 3.377.000 3.733.988 10,6%
3714 Snæfellsbær 1.408 25.483.728 30.073.575 18,0%
3811 Dalabyggð 835 13.428.351 14.678.268 9,3%
4100 Bolungarvíkurkaupstaður 734 10.269.906 12.868.556 25,3%
4200 Ísafjarðarbær 2.932 56.168.115 66.660.410 18,7%
4502 Reykhólahreppur 468 4.255.949 5.031.519 18,2%
4604 Tálknafjarðarhreppur 214 3.131.328 3.877.255 23,8%
4607 Vesturbyggð 1.037 12.219.454 14.725.430 20,5%
4803 Súðavíkurhreppur 370 3.401.547 3.971.172 16,7%
4901 Árneshreppur 121 911.756 1.049.841 15,1%
4902 Kaldrananeshreppur 191 1.392.914 1.588.550 14,0%
4911 Strandabyggð 470 5.805.301 6.648.826 14,5%
5200 Sveitarfélagið Skagafjörður 3.181 82.922.028 95.020.750 14,6%
5508 Húnaþing vestra 1.142 22.553.517 26.165.162 16,0%
5604 Blönduósbær 740 15.232.091 18.381.742 20,7%
5609 Sveitarfélagið Skagaströnd 432 5.390.818 6.252.221 16,0%
5611 Skagabyggð 101 1.494.103 1.684.202 12,7%
5612 Húnavatnshreppur 402 12.121.712 13.481.996 11,2%
5706 Akrahreppur 180 3.942.299 4.499.291 14,1%
6000 Akureyrarbær 10.733 444.728.705 542.897.078 22,1%
6100 Norðurþing 1.982 56.115.438 61.975.723 10,4%
6250 Fjallabyggð 1.787 28.466.504 33.633.033 18,1%
6400 Dalvíkurbyggð 1.216 33.144.370 35.818.404 8,1%
6513 Eyjafjarðarsveit 818 23.012.181 26.153.153 13,6%
6515 Hörgársveit 731 15.044.191 16.919.510 12,5%
6601 Svalbarðsstrandarhreppur 493 11.868.697 13.514.441 13,9%
6602 Grýtubakkahreppur 303 6.151.129 7.718.700 25,5%
6607 Skútustaðahreppur 405 13.394.751 14.645.576 9,3%
6611 Tjörneshreppur 47 933.843 1.033.156 10,6%
6612 Þingeyjarsveit 1.201 29.079.937 32.126.828 10,5%
6706 Svalbarðshreppur 82 1.035.630 1.162.068 12,2%
6709 Langanesbyggð 429 5.109.768 6.024.931 17,9%
7300 Fjarðabyggð 3.145 182.535.492 206.734.727 13,3%
7400 Múlaþing 3.695 88.455.466 105.353.655 19,1%
7502 Vopnafjarðarhreppur 500 9.632.409 10.741.137 11,5%
7505 Fljótsdalshreppur 85 11.116.456 12.286.320 10,5%
8000 Vestmannaeyjabær 2.321 80.800.321 89.096.924 10,3%
8200 Sveitarfélagið Árborg 6.348 235.069.882 310.507.060 32,1%
8401 Sveitarfélagið Hornafjörður 1.598 40.239.836 47.278.076 17,5%
8508 Mýrdalshreppur 577 14.555.640 17.218.651 18,3%
8509 Skaftárhreppur 727 14.828.185 16.710.568 12,7%
8610 Ásahreppur 320 26.545.465 29.379.325 10,7%
8613 Rangárþing eystra 2.046 44.342.215 52.075.420 17,4%
8614 Rangárþing ytra 2.944 51.211.129 59.561.413 16,3%
8710 Hrunamannahreppur 1.059 29.551.434 33.459.167 13,2%
8716 Hveragerðisbær 1.751 67.976.483 89.923.358 32,3%
8717 Sveitarfélagið Ölfus 1.813 67.999.332 84.270.534 23,9%
8719 Grímsnes-og Grafningshreppur 5.368 107.089.879 132.090.005 23,3%
8720 Skeiða- og Gnúpverjahreppur 881 33.623.718 39.069.763 16,2%
8721 Bláskógabyggð 3.833 76.935.727 89.323.687 16,1%
8722 Flóahreppur 776 16.282.528 19.843.443 21,9%
213.785 10.531.857.542 12.626.535.562 19,9%

Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 2,2% en um 1,9% á landsbyggðinni. Þar af er mest hækkun á Vestfjörðum eða 8,2%, um 6,5% á Norðurlandi vestra, 3,5% á Austurlandi og um 2,2% á Suðurlandi, 1,9% á Norðurlandi eystra, um 0,4% á Vesturlandi, og lækkun um 0,5% á Suðurnesjum.

Breyting á fasteignamati innan landshluta

 

Fasteignamat

Landshluti Fjöldi fasteigna Fasteignamat 2022 Fasteignamat 2023 Breyting í %
1. Höfuðborgarsvæðið 111.483 7.429.982.851 8.928.562.999 20,2%
2. Suðurnes 14.043 573.996.027 681.698.780 18,8%
3. Vesturland 15.530 419.789.085 495.821.026 18,1%
4. Vestfirðir 6.537 97.556.270 116.421.559 19,3%
5. Norðurland-Vestra 6.178 143.656.568 165.485.364 15,2%
6. Norðurland-Eystra 20.227 668.085.144 793.622.601 18,8%
7. Austurland 7.425 291.739.823 335.115.839 14,9%
8. Suðurland 32.362 907.051.774 1.109.807.394 22,4%
213.785 10.531.857.542 12.626.535.562 19,9%

Landmat

Landshluti Fjöldi fasteigna Landmat 2022 Landmat 2023 Breyting í %
1. Höfuðborgarsvæðið 111.483 1.184.219.530 1.396.356.481 17,9%
2. Suðurnes 14.043 91.155.358 105.732.176 16,0%
3. Vesturland 15.530 63.805.349 71.112.244 11,5%
4. Vestfirðir 6.537 9.831.316 11.175.989 13,7%
5. Norðurland-Vestra 6.178 14.045.206 15.511.813 10,4%
6. Norðurland-Eystra 20.227 90.978.041 105.705.072 16,2%
7. Austurland 7.425 21.416.791 24.565.568 14,7%
8. Suðurland 32.362 154.116.162 175.920.956 14,1%
213.785 1.629.567.753 1.906.080.299 14,3%
Hér má sjá svör við helstu spurningum varðandi fasteignamat

Af hverju hækkar fasteignamat á eigninni minni?

Fasteignamat einstakrar fasteignar fylgir þróun kaupsamninga á öllu landinu með sérstakri áherslu á tilheyrandi nágrenni eignarinnar. Ef að skráningarupplýsingar fasteignar hafa ekki breyst milli ára er orsök hækkunar að mestu leyti vegna breytingar kaupverðs á sambærilegum eignum á svæðinu. Hér má finna lista yfir alla þinglýsta kaupsamninga. Kaupsamningar geta verið um íbúðarhúsnæði, sumarhús eða atvinnuhúsnæði.