Ný fasteign

Athugið!
Sótt er um stofnun nýrrar fasteignar hjá viðkomandi sveitarfélagi. Ný fasteign getur verið ný lóð, séreignarhluti í lóð (fjöleign) eða séreignarhluti í fjöleignarhúsi.

Hvernig farið er að

Þegar landeigandi ákveður að skipta upp landi í fleiri fasteignir þarf hann að sækja um skráningu þeirra hjá viðkomandi sveitarfélagi. Byggingarfulltrúi forskráir fasteignina í fasteignaskrá en sú skráning er staðfest af þinglýsingarstjóra sýslumanns. Greiða á gjald fyrir skráningu nýrrar fasteignar í fasteignaskrá.

Ef stofna á nýja fasteign sem er séreignarhluti í fjöleignarhúsi er sótt um skráningu nýrrar fasteignar auk þess sem útbúa þarf eignaskiptayfirlýsingu. Hentugast er að sækja um þá skráningu um leið og eignaskiptayfirlýsingunni er skilað inn til byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags. Eignaskiptayfirlýsing tekur gildi við þinglýsingu.

Við samruna fleiri fasteigna þarf að gæta þess að sama eignarhald (sami eigandi) sé á þeim fasteignum sem sameina á.  Á sama hátt þurfa veðbönd eignanna að vera samrýmanleg. Þetta þarf að vera frágengið áður en sótt er um samruna fasteigna.

Skráning staðfanga

Nánar um skráningu staðfanga

Skoða nánar

Eyðublöð

Eyðublöð fasteigna og landeigna

Sjá nánar

Lög og reglugerðir

Lög og reglugerðir um skráningu og mat fasteigna

Nánar um lög og reglugerðir