Skráning fasteigna

Fasteignir, hluta þeirra og einstök mannvirki á að skrá í fasteignaskrá samkvæmt lögum. 

Fasteign er afmarkaður hluti lands, ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem eru varanlega skeytt við landið. 

Nýjar lóðir á að skrá í fasteignaskrá sem nýjar fasteignir. Skráning mannvirkis, eins eða fleiri, á lóð telst ekki vera skráning á nýrri fasteign. Mannvirkið eða mannvirkin verða þá hluti þeirrar fasteignar sem lóðin er. Ef hins vegar á að gera hluta lóðar (með eða án mannvirkis) að sjálfstæðri fasteign þarf að sækja um stofnun hennar í fasteignaskrá. Sama gildir ef skipta á húsi upp í séreignarhluta í fjöleignarhúsi.

Greiða á gjald fyrir skráningu nýrrar fasteignar í fasteignaskrá.

Skráning staðfanga

Nánar um skráningu staðfanga

Sjá nánar

Eyðublöð

Eyðublöð fasteigna og landeigna

Sjá nánar

Lög og reglugerðir

Lög og reglugerðir um skráningu og mat fasteigna

Sjá nánar