Kjördeildarkerfi fyrir sveitarfélög

Þjóðskrá Íslands rekur vefkerfi fyrir sveitarfélögin sem kallast kjördeildarkerfi. Í kerfinu er haldið utan um skráningu kjördeilda og kjörstaða í sveitarfélagi. 

Virkni kerfisins felst í því að sveitarfélag tilgreinir kjörstaði sveitarfélagsins og raðar heimilisföngum í kjördeildir og kjörstaði. Með því fást heildstæðar upplýsingar og yfirlit yfir öll heimilisföng í viðkomandi sveitarfélagi og upplýsingar liggja fyrir um á hvaða kjörstað kjósendur eiga að kjósa og í hvaða kjördeild. Meginhagræðið af notkun kerfisins felst í því að prentútgáfa kjörskrárstofnsins mun endurspegla skráningu sveitarfélags í kjördeildir og kjörstaði. Uppsetning á prentútgáfu kjörskrárstofnsins (kjörskrárinnar) verður því í samræmi við skráningu sveitarfélagsins á kjörstöðum og kjördeildum.

Upplýsingar um kjörstaði og kjördeildir nýtast jafnframt fyrir almenning og birtast í vefuppflettingunni „Hvar á ég að kjósa?“ á www.island.is og www.kosning.is, þar sem finna má upplýsingar um kjördeild og kjörstað kjósenda.

Fyrirspurnir sendist á skra@skra.is