Skráning aðseturs innanlands

Athugið!
Með aðsetursskráningu innanlands heldur einstaklingur lögheimili sínu en skráir aðsetur þar sem hann dvelur.

Heimilt er að skrá aðsetur innan sama sveitarfélags og lögheimili viðkomandi er skráð. Hægt er að tilkynna um aðsetur rafrænt eða með því að koma á skrifstofu Þjóðskrár í Borgartúni eða Akureyri og framvísa löggildum skilríkjum. Skráning aðseturs innanlands er heimil þeim sem hana þurfa vegna náms eða veikinda. Alþingismönnum og ráðherrum, ásamt mökum þeirra og börnum, er heimilt að halda lögheimili sínu á þeim stað sem viðkomandi höfðu fasta búsetu áður en tekið var við embættinu en fá skráð aðsetur vegna starfanna. 

Sé grundvöllur aðsetursskráningarinnar ekki lengur til staðar skal óskað eftir hjá Þjóðskrá að hún verði felld niður.  

Skilyrði þess að fá aðsetur skráð á grundvelli náms er að staðfesting á námi liggi fyrir ásamt staðfesting á að viðkomandi sé ekki skráður með lögheimili í því landi sem dvalið er í.

Skilyrði þess að fá aðsetur skráð á grundvelli veikinda er að læknisvottorð liggi fyrir ásamt staðfesting á að viðkomandi sé ekki skráður með lögheimili í því landi sem dvalið er í. 

Skoða skráningu í þjóðskrá á Ísland.is

Á mínum síðum á Ísland.is má sjá yfirlit yfir lögheimilis- og aðsetursskráningu.

Mínar síður á Ísland.is

Panta vottorð

Panta búsetuvottorð, fæðingarvottorð eða önnur vottorð frá Þjóðskrá.

Panta vottorð