Íslykill

Athugið!
Breyta þarf Íslykli við fyrstu notkun.

Íslykill er gefinn út af Þjóðskrá. Þjóðskrá gefur einnig út pappírsskilríki, þ.e. vegabréf og nafnskírteini. Íslyklinum fylgja nýjungar eins og að nú geta fyrirtæki nýtt þjónustuna og hjá sumum þjónustuveitendum er hægt að veita öðrum umboð til að sinna sínum málum.

Hvað er Íslykill?

Lykilorð sem er tengt kennitölu einstaklings eða lögaðila.

Upphaflegt lykilorð sem útbúið er sjálfvirkt samanstendur af þremur orðum úr orðabók með "punkti" á milli.

Við fyrstu innskráningu með nýjum Íslykli er eigandi lykilsins beðinn að breyta honum. Nýja lykilorðið þarf að vera "sterkt", þ.e. lágmark 10 stafir og blanda af bókstöfum, tölustöfum og táknum. Íslenskir sérstafir eru leyfðir. Ekki er gerður greinarmunur á há- og lágstöfum.

Hvað er styrktur Íslykill?

Þegar veittur er aðgangur að mjög viðkvæmum gögnum getur verið að gerðar séu auknar kröfur við innskráningu.

Styrktur Íslykill samanstendur af Íslykli og styrkingu (sex stafa tölu) sem er send með SMS til notanda.

Við innskráningu í fyrsta sinn með Íslykli er beðið um farsímanúmer og netfang til að nota þegar þörf er á auknu öryggi.

Hver fær Íslykil?

Fólk og fyrirtæki. Ekkert aldurstakmark er á Íslykli.

Hvar nota ég Íslykil?

Á vefjum stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja.

Um samsetningu Íslykils

Þegar pantaður er Íslykill er búið til lykilorð sem sett er saman af þremur orðum úr íslenskri orðabók. Orðin eru valin af handahófi og geta verið í ýmsum beygingum. Reynt er að forðast orð sem á einhvern hátt geta hneykslað eða sært blygðunarsemi fólks en erfitt er að forðast merkingar sem gætu orðið til þegar þremur orðum er skeytt saman. Þjóðskrá þykir leitt ef upphaflegur Íslykill angrar fólk, en minnir á að allir þurfa að breyta lyklinum við fyrstu notkun.

Öryggi

Allar persónuupplýsingar varðandi Íslykil eru dulritaðar.

Nánar um öryggi

Spurt og svarað

Algengar spurningar um Íslykil

Sjá nánar