Umsóknarferli fyrir börn

Athugið!
Sótt er um hjá Sýslumönnum.

Umsókn um vegabréf barns er forskráð hjá ísland.is. Ef forsjáraðilar eru tveir þurfa báðir að staðfesta umsókn. Til að hægt sé að forskrá á netinu þarf að vera með rafræn skilríki. 

Ferlið er einfalt

 

Eftir að forskráningu er lokið þarf umsækjandi ásamt barni að mæta á umsóknarstað innan 30 daga í myndatöku. Ef umsókn hefur verið forskráð og samþykkt af báðum forsjáraðilum er nóg að annar forsjáraðilinn mæti með barnið. Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að panta tíma í myndatöku.

Alltaf þarf að framvísa löggildu skilríki, vegabréfi, íslensku ökuskírteini eða nafnskírteini. á umsóknarstað.

Ef að sótt er um á umsóknarstað þurfa forsjáraðilar að mæta ásamt barni þegar sótt er um vegabréf.

Komist annar forsjáraðili ekki á umsóknarstað þarf hann að fylla út eyðublað V-901 í viðurvist tveggja votta sem einnig rita nafn sitt á skjalið. Hinn forsjáraðilinn tekur það með sér á umsóknarstað.

Mæti báðir forsjáraðilar á umsóknarstað er eyðublað V-901 fyllt út þar.

Forsjáraðilar geta veitt 3ja aðila umboð til að sækja um vegabréf. Þá skal fylla út eyðublað V-901 ásamt fylgiskjali.

Ertu á leiðinni til útlanda

Hvað þarftu að hafa í huga þegar þú ferð erlendis?

Skoða nánar

Vegabréfið þitt

Þarftu/viltu vita gildistíma vegabréfsins þíns eða hvert númerið er á því?

Nánar á ísland.is

Vegabréf fyrir börn

Upplýsingar um hvernig sótt er um vegabréf fyrir börn

Sjá nánar

Gildistími vegabréfa

Gildistími vegabréfa er tíu ár frá umsóknardegi, en fimm ár fyrir börn yngri en 18 ára.

Skoða nánar

Lög og reglugerðir

Lög og reglugerðir um þjóðskrá, persónuskírteini og kjörskrá

Nánar um lög og reglugerðir

Forsjárskráning barna

Sjá nánar um forsjárskráningu barna

Lesa nánar