Fasteignaskrá

Með vefuppfletti og/eða rafrænum aðgangi að fasteignaskrá er boðið upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir. Í fasteignahluta fasteignaskrár kemur fram heiti eignar og greinitölur, fasteignamat, stærðir, heiti núverandi og fyrri eigenda ásamt fleiri upplýsingum. Hægt er að leita eftir landnúmeri, fasteignanúmeri eða heiti fasteignar. Þinglýsingarhluti fasteignaskrár hefur að geyma upplýsingar um þinglýsta eigendur og veðbandayfirlit fasteigna. Greitt er fyrir aðgang skv. gjaldskrá.  Nálgast má upplýsingar úr fasteignaskrá hjá Þjóðskrá eða miðlurum.

Kaup á upplýsingum

Hægt er að fá aðgang að fasteignaskrá hjá Þjóðskrá með þrennum hætti:

  • Vefuppfletti 
  • Vefþjónustuaðgangur 
    • Hægt er að tengja upplýsingar úr fasteignaskrá beint inn í önnur tölvukerfi með því að nýta vefþjónustu. Til þess að fá slíka tengingu þarf umsækjandi (fyrirtæki eða stofnun) að hafa rafræn skilríki frá viðurkenndum vottunaraðila til auðkenningar. Sækja um aðgang að vefþjónustu fasteignaskrá
  • FTP aðgangur 
    • FTP aðgangur er fyrir skilgreint mengi af fasteignaskrá sem fyrirtæki eða stofnun fær aðgang að. Greitt er fyrir hverja línu úr skránni. FTP afhending hefur eingöngu verið fyrir notendur í eigin starfsemi og ekki verið til miðlunar. 

Gjaldskrá Þjóðskrár, gildir frá 21. desember 2020

Listi yfir miðlara fasteignaskrár

Eftirtaldir aðilar annast miðlun á upplýsingum úr fasteignaskrá:

Sérvinnslur

Hægt er að óska eftir sérvinnslum úr fasteignaskrá. Viðskiptavinur þarf þá að senda inn umsókn og skilgreina hvaða gögnum óskað er eftir. Greitt er fyrir vinnu starfsmanns ásamt gjaldi fyrir gögn samkvæmt gjaldskrá. 

Umsókn um sérvinnslu

Gjaldskrá Þjóðskrár

Skoða gjaldskrá