Nafnvirði-1994 grunnur

Eins og kemur fram í frétt sem birtist á vef Þjóðskrár 21. desember 2021 var skráningu fjármögnunar á kaupsamningum hætt um áramótin 2021-22.
Þá var vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu reiknuð út frá nafnvirði kaupsamninga í stað núvirts kaupverðs frá og með febrúar 2022.
Fyrir breytingu var gefin út sérstök vísitala nafnverðs sem áfram verður aðgengileg hér að neðan.
Frá og með febrúar 2022 eru breytingar milli mánaða á „Nafnvirði – 1994 grunnur“ og heildarvísitölu höfuðborgarsvæðisins því þær sömu.“
 
Athugið

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.

Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir 9 flokka íbúðarhúsnæðis. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði.