Upplýsingar

Stærðir miða við birtar stærðir. Inni í þeim eru öll lokuð rými í séreign. Þannig teljast bílskúrar og geymslur í einkaeigu með en ekki sameignarrými í fjölbýlishúsum.  

Skýringar: 

  • Matssvæði: Matssvæði eru skilgreind fyrir fasteignamat og eru svæði þar sem verð er talið sambærilegt.
  • Byggingarár: Byggingarár miðar við fokheldisár bygginga.

Niðurstöður í verðsjá kaup- og leiguverðs skiptast í 5 hluta. Athugið að ef mjög langt tímabil er valið þá fæst verð sem er hugsanlega langt frá núverandi verðlagi þar sem lausnin reiknar meðaltalsverð. Allar upplýsingar byggja á þinglýstum gögnum sem talin eru nothæf til tölfræðivinnslu. Engar niðurstöður birtast ef færri en 3 samningar uppfylla umbeðin skilyrði. Í því tilfelli gæti þurft að lengja fyrirspurnartímabil, stærðabil, tímabil byggingarára eða herbergjafjölda.

Fyrst er birt niðurstaða leitar byggð á þeim skilyrðum sem gefin voru upp í upphafi. Til hægri eru leitarskilyrðin endurtekin.

Annar hlutinn er kort sem sýnir þau matssvæði sem valin voru, lituð eftir verði. Sé músinni rennt yfir svæði þá birtist niðurstaðan út frá gefinni leit.

Þriðji hlutinn er verðþróun fermetraverðs, sú verðþróun byggir á sömu leitarskilyrðum og voru gefin í upphafi en sleppir þó tímaskilyrðunum og birtir gögn eftir mánuðum frá 2010 (kaupverð) eða 2011 (leiguverð). Hægt er að velja inn hæsta og lægsta gildi í mánuðinum ásamt 25% og 75% mörkum með því að smella á þau á grafinu. Helmingur samninga er á milli 25% og 75% markanna.

Fjórði hlutinn er verðþróun heildarverðs, sú verðþróun byggir á sömu leitarskilyrðum og voru gefin í upphafi en sleppir þó tímaskilyrðunum og birtir gögn eftir mánuðum frá 2010 (kaupverð) eða 2011 (leiguverð). Hægt er að velja inn hæsta og lægsta gildi í mánuðinum ásamt 25% og 75% mörkum með því að smella á þau á grafinu. Helmingur samninga er á milli 25% og 75% markanna.

Fimmti hlutinn er tafla með niðurstöðum út frá leitinni. Þar eru talin upp matssvæði, verðniðurstöður, meðalstærð, byggingarár og fjöldi samninga sem liggur að baki niðurstöðunni.