Í þjóðskrá eru meðal annars skráðar kennitölur manna, nöfn þeirra, kyn, hjúskaparstaða, börn, lögheimili, aðsetur ef við á, fæðingarstaður, ríkisfang, hvort fólk vilji fá sendan markpóst, skráning í trúfélag og fleira auk breytinga sem verða á þessum atriðum og öðrum högum manna.

Beiðnir/tilkynningar um skráningu í þjóðskrá berast ýmist frá opinberum aðilum eða frá einstaklingum.

Frá opinberum aðilum berast t.d. fæðingatilkynningar, lögskilnaðir, hjónavígslur, forsjá, nafngjöf o.s.frv.

Frá einstaklingum berast t.d. tilkynningar um búferlaflutninga, nafngjafir barna, skráning sambúðar, nafnbreytingar, bannmerkingar ásamt breytingum á högum fólks sem fara fram í útlöndum t.d. hjónavígslur, fæðingar, nafnbreytingar og skilnaðir.

Skráning barns í þjóðskrá og faðerni 
Skráning hjúskaparstöðu 
Skráning erlendra ríkisborgara 
Skráning búsetu
Skráning nafns
Kröfur til erlendra skjala


Leit

Leit