Fyrirtæki, stofnanir og samtök geta gert samning um afnot þjóðskrár í starfsemi sinni. 

Til að hafa fullt gagn af skránni þurfa notendur að þekkja þau tákn sem koma fyrir í skránni Táknmál þjóðskrár (pdf)

Aðgangur að þjóðskrá er tvenns konar:

  1. Samningur um rafræn afnot grunnskrár og/eða grunnskrár með viðbótarupplýsingum. Sækja þarf um aðgang hjá Þjóðskrá Íslands á eyðublaði X-801. Á grundvelli umsóknar er gerður samningur um rafræn afnot þjóðskrár og miðlarar annast afhendingu gagna í framhaldi af því.
  2. Samningur um uppfletti þjóðskrár í lokuðu uppflettikerfi miðlara með aðgangsstýringu. Sækja skal um aðgang hjá miðlara.

Óski umsækjandi eftir aðgangi að viðbótarupplýsingum úr þjóðskrá, hvort sem um er að ræða samning um afnot af heildarskrá eða samning um uppfletti, þarf sérstakt samþykki Þjóðskrár Íslands. Á umsókn skal gera grein fyrir því í hvaða tilgangi upplýsingarnar eru nauðsynlegar í rekstri viðkomandi. Miðlurum ber að leita samþykkis hjá Þjóðskrá Íslands áður en opnað er fyrir aðgang að viðbótarupplýsingum í lokuðu uppfletti kerfi.

Eftirtalin fyrirtæki eru með miðlarasamning við Þjóðskrá Íslands:

Advania
Creditinfo
DK hugbúnaður ehf
Ferli ehf   
TM software
Þekking hf

Eyðublöð sérvinnslu þjóðskrár     

Gjaldskrá Þjóðskrár Íslands, gildir frá 12. febrúar 2016

Fyrirtækjaskrá á vef ríkisskattstjóra  
 


Leit

Leit