Greitt er árgjald fyrir rafræn afnot þjóðskrár skv. 14. grein gjaldskrár. Grunngjald er greitt fyrir aðalstarfsstöð og auk þess útibúsgjald fyrir hverja starfsstöð sé notandi með fleiri starfsstöðvar. Engu skiptir þó gögn séu vistuð miðlægt hjá fyrirtækjum.

Fyrir afnot þjóðskrár í lokuðum uppflettikerfum er greitt einingaverð skv. 15. grein gjaldskrár.

Gjald fyrir vörur og þjónustu Þjóðskrár Íslands er innheimt samkvæmt reglugerð nr. 120/2016.


Leit

Leit