Hjá Þjóðskrá Íslands getur fólk undanþegið sig því að vera á úrtakslistum úr þjóðskrá vegna markaðsstarfsemi með því að óska eftir að það sé  bannmerkt í þjóðskrá, en í því felst að einstaklingur er á bannskrá sbr. reglur 36/2005 um bannskrá

Einstaklingar sem eru skráðir á bannskrá koma t.d. ekki fram á úrtakslistum úr þjóðskrá sem kann  að vera beitt í markaðssetningarskyni eða öðrum úrtökum sem byggja á skrám þar sem veitt hefur verið heimild til notkunar á skránni í markaðssetningarskyni. Rannsóknir sem falla undir vísindarannsóknir eru undanskildar. Óheimilt er að senda markpóst á börn, en heimilt er að senda markaðsefni á foreldra barna að því gefnu að þeir séu ekki á bannskrá. Bannmerkingar í símaskrá byggja á lögum um fjarskipti og þarf að skrá sérstaklega hjá símafyrirtækjum. 

BANNMERKING

Ítarefni 

Öllum sem heimilt er að nota þjóðskrá til markaðssetningar samkvæmt samningum á milli Þjóðskrár Íslands og viðkomandi fyrirtækis ber að virða bannmerkingar í þjóðskránni. Í því felst að óheimilt er að hafa samband við aðila sem eru á bannskrá í markaðssetningartilgangi. Með því er átt við útsendingu dreifibréfa, happdrættismiða, gíróseðla, auglýsinga og kynningarefnis, símhringingar, útsendingu tölvupósts eða hliðstæðar aðferðir, sem varða kaup eða leigu á vöru eða þjónustu eða þátttöku í tiltekinni starfsemi, hvort sem hún er viðskiptalegs eðlis eða varðar tómstundir, afþreyingu, námskeið eða sambærilegt atferli.

 

Leit

Leit