Flutning frá Íslandi þarf að tilkynna innan 7 daga. Sérstakar reglur gilda um flutning Norðurlandabúa á milli Norðurlanda.

Ef annar aðili í sambúð flytur erlendis þá er sambúð slitið í þjóðskrá með þeim réttaráhrifum sem slíkt felur í sér t.a.m. ef viðkomandi eiga börn saman þá má ekki slíta sambúð nema að búið sé að ganga frá forsjá. Ef sá aðili sem ekki flutti frá Íslandi flytur síðar erlendis til fyrrum sambúðarmaka þá verða viðkomandi ekki skráðir í sambúð nema þeir óski eftir því á þar til gerðu eyðublaði. Þegar flutt er aftur til Íslands þá þarf að skrá sig aftur í sambúð á þar til gerðu eyðublaði.

Eyðublöð


Flutningur til Norðurlanda

Flutning milli Norðurlanda þarf ávallt að tilkynna í eigin persónur hjá hlutaðeigandi skráningarskrifstofu (skrifstofu viðkomandi sveitarfélags) í því landi sem flutt er til.

Aðilar eiga að veita þær upplýsingar sem nýja búsetulandið fer fram á og framvísa persónuskilríkjum sem sanna ríkisfang t.d. vegabréfi.

Frekari upplýsingar fyrir þá sem hyggjast flytja til Norðurlanda er að finna á vefnum Norden.  

Þeir sem eru búsettir erlendis geta skráð umboðsmann á Íslandi í þjóðskrá. Hægt er að senda þá beiðni með tölvupósti. Tilgreina þarf nafn, kennitölu og síma umboðsmanns.

Flutningur til annarra landa en Norðurlanda

Um flutning til annarra landa en Norðurlanda gilda sömu reglur og um innanlandsflutninga. Flutningur innanlands.

Flutningur barna frá Íslandi

Ef forsjá er sameiginleg og barn flytur frá einu forsjárforeldri til annars þá þarf að gera samning hjá sýslumanni um lögheimili barns áður en farið er frá Íslandi. Ef forsjármaður er einn þá þarf ekki samþykki þess foreldris sem ekki fer með forsjá, en forsjármanni ber að upplýsa umgengisforeldri um flutning lögheimilis með a.m.k. sex vikna fyrirvara. Að öðru leiti gilda sömu reglur um flutning barna frá Íslandi og um innanlandsflutninga. Flutningur innanlands.
Nánari upplýsingar um lögheimili barns á vef Sýslumanna.

Eyðublöð


Leit

Leit