Flutning til Íslands þarf ávallt að tilkynna í eigin persónu með því að koma í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands eða á skrifstofu viðkomandi bæjarfélags, fylla út tilkynningu og framvísa skilríkjum. Tilkynna á flutning innan 7 daga eftir komu til landsins.

Ef sambúð var slitið þegar flutt var erlendis þá er hún ekki skráð aftur nema að Þjóðskrá Íslands berist tilkynning á þar til gerðu eyðublaði.

Eyðublöð


Norðurlandabúar

Norðurlandabúar fylla út eyðublað A-257 eða A-258, kennitölu er úthlutað við fyrstu komu til landsins. Við skráningu hjá Þjóðskrá Íslands er þjóðskrá í heimalandi viðkomandi tilkynnt um skráninguna. Þurfi Norðurlandabúi einungis á kennitölu að halda getur íslenskur lögaðili sótt um fyrir hans hönd á eyðublaði, sjá nánar utangarðsskráning 

Eyðublöð

EES/EFTA ríkisborgarar

EES/EFTA ríkisborgarar mega dvelja á Íslandi í 3-6 mánuði án þess að skrá lögheimili eða aðsetur hér á landi og þurfa því ekki að sækja um skráningu til Þjóðskrár Íslands. 

EES/EFTA ríkisborgarar sem ætla að dvelja lengur en 3-6 mánuði á Íslandi eiga að skrá lögheimili á Íslandi innan 7 daga frá komu til landsins eða um leið og viðkomandi uppfyllir skilyrði um lögheimiliskráningu t.d. innan viku frá undirritun ráðningasamnings en þó aldrei seinna en eftir 6 mánuði frá fyrstu komu. Fylla þarf út eyðublað A-261 (íslenska) / A-262 (enska) við hverja komu til landsins. Kennitölu er úthlutað við fyrstu komu til landsins ef skilyrði fyrir lögheimilisskráningu eru uppfyllt. 

Í tilvikum þar sem sótt er lögheimilisskráningu á grundvelli þess að vera launþegi þá þarf ráðningarsamningur eða staðfesting vinnuveitanda á eyðublaði A-265 (íslenska) / A-266 (enska) þarf að fylgja.

EES/EFTA ríkisborgarar sem ætla að dvelja lengur en 3-6 mánuði sem AuPair eða sjálfboðaliðar, sjá leiðbeiningar í Spurt og svarað um EES/EFTA.

Dvöl umfram 3-6 mánuði án lögheimilisskráningar í þjóðskrá er ólögleg og hefur áhrif á réttindi fólks. Allir sem dvelja eða ætla að dvelja á Íslandi í 3-6 mánuði eða lengur skulu samkvæmt lögum eiga lögheimili hér á landi. Réttur til opinberrar þjónustu og aðstoðar er yfirleitt háður því að viðkomandi sé með skráð lögheimili og því er ráðlegt að lögheimili sé skráð hið fyrsta, ef fólk hyggur á búsetu á Íslandi.

Eyðublöð

Algengar spurningar vegna flutning EES/EFTA ríkisborgara til landsins

Aðrir ríkisborgarar

Aðrir erlendir ríkisborgarar tilkynna dvöl/flutning til landsins til Útlendingastofnunar. Útlendingastofnun tilkynnir Þjóðskrá Íslands um útgáfu dvalarleyfis og í framhaldi af því er viðkomandi skráður í þjóðskrá.   

Eyðublöð

Flutningur barna til Íslands

Ef flytja á barn erlendis frá til Íslands þá þarf að veita upplýsingar um forsjá barnsins. Ef forsjá er sameiginleg og barn flytur frá einu forsjárforeldri til annars þá þarf að gera samning hjá sýslumanni um lögheimili barns áður en farið er frá Íslandi. Ef forsjármaður er einn þá þarf ekki samþykki þess foreldris sem ekki fer með forsjá, en forsjármanni ber að upplýsa umgengisforeldri um flutning lögheimilis með a.m.k. sex vikna fyrirvara. Á tilkynningunni þarf að koma fram hverjum barnið á að tengjast í þjóðskrá og skriflegt samþykki þess aðila. 

Nánari upplýsingar um lögheimili barns á vef Sýslumanna.


Að öðru leiti gilda sömu reglur um flutning frá Íslandi og um innanlandsflutninga. Sjá flutningur innanlands. 

Að auki gilda sértækar reglur um flutning EES/EFTA ríkisborgara til Íslands, nánari upplýsingar eru á eyðublöðum A-261 og A-263. 

Umboðsmaður

Þeir sem búsettir eru erlendis geta skráð umboðsmenn á Íslandi í þjóðskrá. Hægt er að senda beiðni um slíkt í tölvupósti. Tilgreina þarf nafn, kennitölu, síma og netfang umboðsmannsins.

Frekari upplýsingar  

Tilkynnið flutning hjá Póstinum.

Fyrstu skrefin - upplýsingar ætlaðar innflytjendum jafn sem einstaklingum, stofnunum eða öðrum sem vinna með eða koma að ráðgjöf til innflytjenda

Ríkisborgarar EES- og EFTA-ríkja / EEA & EFTA Citizens (pdf)

Ríkisborgarar utan EES- og EFTA-ríkja / Non-EES & EFTA Citizens (pdf)


Leit

Leit