Hjónavígsla/lögskilnaður

Tilkynningar um hjúskap berast frá vígsluaðilum, trúfélögum eða sýslumönnum og eru skráðar í þjóðskrá. Tilkynningar um lögskilnað og skilnað að borði og sæng berast frá sýslumönnum eða dómstólum og eru skráðar í þjóðskrá. Einstaklingar sem ganga í hjúskap eða skilja erlendis þurfa að afhenda Þjóðskrá Íslands hjónavígsluvottorð eða dóm um lögskilnað til skráningar. Upplýsingar um kröfur til slíkra skjala.

Sambúð

Einstaklingar sem hafa sama lögheimili og eru ekki eru giftir eða í óupplýstri hjúskaparstöðu geta skráð sig í sambúð. Ekki er hægt að skrá erlenda ríkisborgara með óupplýsta hjúskaparstöðu í sambúð. Til þess að unnt sé að skrá einstaklinga með óupplýsta hjúskaparstöðu í sambúð þá þarf viðkomandi að upplýsa um hjúskaparstöðu með viðeigandi skjölum. Upplýsingar um kröfur til slíkra skjala. Sambúð er aldrei skráð afturvirkt heldur miðast ávallt við móttöku tilkynningar um skráningu sambúðar. Tilkynntu sambúð / staðfestu sambúð hér og þá tekur skráningin gildi næsta virka dag

Sambúðarslit 

Ef sambúðaraðilar eiga börn saman, þarf að ganga frá sambúðarslitum hjá sýslumanni, sem sendir síðan skýrslu þar að lútandi til Þjóðskrár Íslands.
Ef ekki er um sameiginleg börn að ræða er nóg að fylla út "Flutningstilkynning innanlands" og flytja þá annað hvort báðir eða annar aðilinn lögheimili sitt, eftir því sem við á. Ágætt er að skrifa "sambúðarslit" í athugasemdir.
Nánari upplýsingar um sambúðarslit er að finna á vef sýslumanna.

Staðfest samvist verði hjúskapur 

Einstaklingar í staðfestri samvist, sem stofnað hefur verið til samkvæmt lögum nr. 87/1996, og hefur ekki verið slitið, geta fengið samvist sína viðurkennda sem hjúskap. Einstaklingar sem óska eftir slíkri viðurkenningu skulu báðir undirrita yfirlýsingu þess efnis og skila til Þjóðskrár Íslands. 

Eyðublöð vegna sambúðar og hjúskapar


Leit

Leit