Þjóðskrá Íslands skráir einstaklinga í trúfélag, lífsskoðunarfélag eða utan trúfélaga og lífsskoðunarfélaga. Framlög ríkisins til skráðra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga miðast við fjölda einstaklinga í hverju skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi 1. desember ár hvert.

Skráning í trúfélag, lífsskoðunarfélag eða utan trúfélaga og lífsskoðunarfélaga

Enginn má samtímis heyra til þjóðkirkjunni, skráðu trúfélagi utan þjóðkirkjunnar eða skráðu lífsskoðunarfélagi eða fleiri en einu skráðu trúfélagi utan þjóðkirkjunnar eða skráðu lífsskoðunarfélagi. Einungis er hægt að skrá einstaklinga í trúfélög og lífsskoðunarfélög sem hafa fengið leyfi ráðherra. Listi yfir skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög á vef sýslumanna.

Börn eru skráð í trúfélag, lífsskoðunarfélag, utan trúfélaga og lífsskoðunarfélaga við nýskráningu í þjóðskrá þ.e. við fæðingu.  Að öðru leyti þarf að tilkynna sérstaklega skráningu í trúfélag, lífsskoðunarfélag eða utan trúfélaga.

Foreldrar í hjúskap eða skráðri sambúð við fæðingu barns:

  • Ef foreldrar tilheyra sama trúfélagi, lífsskoðunarfélagi eða eru bæði utan trúfélaga verður barn þeirra skráð sama hátt og foreldrar þess.
  • Ef foreldrar tilheyra ekki sama trúfélagi, lífsskoðunarfélagi eða eru bæði utan trúfélaga verður barn þeirra ekki skráð í trúfélag, lífsskoðunarfélag eða utan trúfélaga heldur verður staða þess skráð ótilgreind. Foreldrar barns bera ábyrgð á að tilkynna um hvaða trúfélagi, lífsskoðunarfélagi barn skuli tilheyra eða hvort barn skuli skráð utan trúfélaga á. Vakin er athygli á því að foreldrar bera sjálfir ábyrgð á skráningu barnsins í trúfélag, lífsskoðunarfélag eða utan trúfélaga. Tilkynning um skírn jafngildir ekki skráningu í trúfélag.

Foreldrar barns eru ekki í hjúskap eða skráðri sambúð við fæðingu barns:

  • Barnið verður skráð í sama skráða trúfélag eða lífsskoðunarfélag og það foreldri sem fer með forsjá þess eða verður ella er utan trúfélaga og lífsskoðunarfélaga ef það gildir um foreldrið. Í þessu felst að barn verður skráð í trúfélag móður við fæðingu barnsins, þar sem hún fer ein með forsjá þar til gengið er frá samkomulagi um forsjá barns hjá sýslumanni.

Erlendir ríkisborgarar eru skráðir í ótilgreint trúfélag við nýskráningu í þjóðskrá en geta tilkynnt um skráningu í trúfélag, lífsskoðunarfélag eða skráningu utan trúfélaga eða lífsskoðunarfélaga með því að fylla út viðeigandi eyðublað.

Breytingar á skráningu

16 ára og eldri: Þeir sem eru orðnir 16 ára  geta tekið ákvörðun um inngöngu í skráð trúfélag, lífsskoðunarfélag eða að standa utan trúfélaga og lífsskoðunarfélaga með tilkynningu. Skráning í trú- eða lífsskoðunarfélag: Tilkynntu hér og þá tekur breytingin gildi næsta virka dag
16 ára og yngri: Forsjármenn þurfa að undirrita tilkynninguna, séu þeir tveir þá þurfa báðir aðilar að undirrita tilkynninguna. Hafi barn náð 12 ára aldri skal það einnig undirrita.

Eyðublöð vegna skráningar í trúfélag og lífsskoððunarfélaga eða utan trúfélaga og lífsskoðunarfélag


Leit

Leit