Í þjóðskrá eru skráðar kennitölur manna, nöfn þeirra, kyn, hjúskaparstaða, börn, lögheimili, aðsetur ef við á, póstfang, fæðingarstaður, ríkisfang, hvort menn vilji fá sendan markpóst, hvert sóknargjöld vegna trúfélaga eigi að renna o.fl. auk breytinga sem verða á högum manna.

Haldin er sérstök skrá yfir alla sem látast og hafa verið í þjóðskrá.

Einnig er haldin sérstök skrá yfir erlenda ríkisborgara sem fá úthlutað kennitölu en eru ekki skráðir með lögheimili hér á landi.

Tekið er við tilkynningum fólks um búferlaflutninga, innanlands og milli landa, beiðnum um nafnbreytingar, nafngjafir barna og skráningu sambúðar. Ýmis vottorð eru gefin út hjá Þjóðskrá s.s. fæðingarvottorð, vottorð um hjúskaparstöðu, sambúðarskráningu, búsetu og staðfestingu á dánardegi.

Í þjóðskrá eru allir þeir skráðir sem hafa haft lögheimili á Íslandi síðan 1952. Skráð er kennitala, nafn, lögheimili o.fl. (sjá Táknmál þjóðskrár). Auk þess eru færðar í þjóðskrá breytingar sem verða á högum manna s.s. fæðingar, nafngjafir, breytingar á hjúskaparstöðu, flutningar, andlát o.þ.h. Á grundvelli þjóðskrár eru íbúaskrár gefnar út og unnir kjörskrárstofnar. Ýmis vottorð eru gefin út hjá Þjóðskrá Íslands s.s. fæðingarvottorð, staðfesting á dánardegi, vottorð um hjúskaparstöðu og búsetu. Einnig sér Þjóðskrá Íslands um útgáfu nafnskírteina.

Úr þjóðskrá er miðlað upplýsingum til almennings, fyrirtækja, stofnana og stjórnsýslu. Lögaðili sem óskar eftir rafrænum afnotum af nafnaskrá þjóðskrár skal senda útfyllta umsókn til Þjóðskrár Íslands en umsóknareyðublað má finna á www.skra.is. Á grundvelli umsóknar útbýr stofnunin samning um afnotin. Á umsókneyðublaðinu kemur fram að sé óskað eftir viðbótarupplýsingum úr þjóðskrá ber að rökstyðja nauðsyn þess og skýra í hvaða tilgangi upplýsingarnar verða nýttar.


Leit

Leit