Þjóðskrá Íslands gerir almennt þá kröfu að erlend skjöl sem eru afhent til skráningar í þjóðskrá séu lögformlega staðfest (legalized or authenticated). Ef skjöl eru ekki á ensku eða norrænu tungumáli þarf löggilt þýðing að fylgja með þeim.

Löggilt skjalaþýðing

Ef ekki er unnt að þýða skjal hér á landi þá þarf viðurkennt stjórnvald í því landi sem gaf út skjalið að gefa út staðfest afrit á ensku. Ef ekki er unnt að afla staðfestingar stjórnvalds þá getur verið fullnægjandi að staðfesting á löggildingu þess sem þýddi skjalið fylgi með þýðingunni. Þjóðskrá Íslands leggur mat á skjöl sem eru á ensku og norrænum tungumálum.
Listi yfir löggilta skjalaþýðendur
Félag löggiltra dómtúlka og skjalaþýðenda
Löggilding dómtúlka og skjalaþýðenda á vef sýslumanna

Lögformleg staðfesting skjala

Tvær viðurkenndar leiðir eru til þess að lögformlega staðfesta skjöl, Apostille vottun eða keðjustimplun. Hvernig skjal er lögformlega staðfest ræðst af útgáfulandi þess.

Apostille

Til að fá Apostille vottun þarf að koma frumriti skjalsins til þess aðila sem sér um slíka vottun í útgáfulandi skjalsins.
Upplýsingar um hvaða lönd eru aðilar að Apostille samningnum

Keðjustimplun

Skjalið þarf að hafa keðjustimplun (legalization) frá upprunalandi skjalsins og sendiskrifstofu Íslands gagnvart því landi m.ö.o. skjalið þarf tvo stimpla til þess að teljast lögformlega staðfest. Til að fá slíka stimplun þarf að senda frumskjalið til utanríkisráðuneytis þess lands sem gaf út skjalið. Viðkomandi ráðuneyti staðfestir skjalið og sendir það áfram til sendiráðs Íslands gagnvart því landi. Sendiráð Íslands gagnvart landinu staðfestir að lokum að fyrri stimpillinn sé réttur.
Upplýsingar um sendiráð Íslands  


Leit

Leit