Umboð eiga að vera dagsett og verða nöfn og kennitölur allra að koma þar fram: þess sem umboðið veitir, umboðshafa og tveggja votta. 

Umboðshafi verður að auðkenna sig með löggildu skilríki (nafnskírteini, ökuskírteini eða vegabréf) þegar hann framvísar umboði.

Í umboðum þarf að koma skýrt fram til hvaða verka umboð er veitt. Allsherjarumboð sem eru skilyrt við fjármál, sölu fasteigna o.þ.h. eru ekki fullnægjandi til afhendingar á vottorðum þjóðskrár, íslyklum eða vegabréfum.

Umboð eiga að vera undirrituð af þeim sem umboðið veitir og á undirskriftin að vera vottuð af tveim einstaklingum. Eigi vottar íslenskar kennitölur er undirskrift fullnægjandi.

Ef um erlenda ríkisborgara er að ræða sem ekki eru í þjóðskrá þurfa ljósrit af vegabréfum eða öðrum ferðaskilríkjum vottanna að fylgja umboðinu. Á ljósritum skilríkja þarf undirskrift að vera sýnileg.Leit

Leit