Úr þjóðskrá eru unnin úrtök annars vegar af hálfu Þjóðskrár Íslands og hins vegar af fyrirtækjum sem hafa heimild til úrtaksvinnslu samkvæmt samningi við stofnunina. Úrtök sem stofnunin vinnur eru m.a. íbúaskrár, kjörskrárstofnar, vottorð og sértækar vinnslur. Fyrirtæki sem hafa samning vinna úrtök til notkunar í skoðanakönnunum og/eða markaðsrannsóknum.

Aðeins viðurkenndur úrtaksaðili hefur heimild til að framkvæma úrtök sem Þjóðskrá Íslands hefur samþykkt. Úrtök vegna kannana. Allar fyrirspurnir um framkvæmd útraksaðila við úrtak skal senda á urtok@skra.is

Hjá Þjóðskrá Íslands getur fólk undanþegið sig því að vera á úrtakslistum með því að skrá sig á bannskrá

Rannsóknir sem falla undir vísindarannsóknir eru undanskildar enda háðar sérstöku leyfi Persónuverndar.

Reglur nr. 36/2005 um bannskrá þjóðskrár og 28. gr. laga um persónuvernd nr. 77/2000

Gjaldskrá Þjóðskrár Íslands, gildir frá 12. febrúar 2016


Leit

Leit