Íbúaskrá vegna 1. desember er send öllum sveitarfélögum að kostnaðarlausu samkv. 9. gr. og 21. gr. laga nr. 54/1962 um þjóðskrá og almannaskráningu. Óski sveitarfélag eftir íbúaskrá miðað við aðra dagsetningu en 1. desember eða skrá sem inniheldur aðrar upplýsingar þá er um úrtak úr þjóðskrá um að ræða. 
Gjald vegna úrtaks er samkvæmt 16. gr. gjaldskrár Þjóðskrár Íslands.

Vörulýsing: Íbúaskráin miðast við 1. desember ár hvert. Þar koma fram nöfn, kennitölur, heimilisföng, hjúskaparstaða og ríkisfang allra íbúa sveitarfélagsins.

Pantanir: Beiðnir um íbúaskrár eða úrtök skal senda á servinnsla@skra.is á eyðublaðinu Z-853

Mannfjöldi í byggðum á vef Hagstofu Íslands


Leit

Leit