Listi yfir meðlimi trúfélaga

Einungis forstöðumenn trúfélaga og einstaklingar sem hafa heimild til embættisverka innan trúfélagsins geta fengið lista yfir meðlimi. Greiða þarf fyrir lista fyrir afhendingu og er greitt samkv. 16. gr. gjaldskrár Þjóðskrár Íslands. Listi yfir forstöðumenn skráðra trúfélaga utan þjóðkirkjunnar eru á vef innanríkisráðuneytisins 

Vörulýsing: Listinn miðast við 1. desember nema að óskað sé sérstaklega eftir vinnslu miðað við ákveðna dagsetningu. Listinn inniheldur upplýsingar um alla núverandi meðlimi trúfélagsins. Veittar eru upplýsingar um nafn, kennitölur og lögheimili. 

Pantanir: Beiðnir yfir lista yfir trúfélög skal senda á servinnsla@skra.is á eyðublaðinu Z-853. Gerð er krafa um sá sem pantar listann auðkenni sig. Sé óskað eftir annarri vinnslu en hér að ofan telst hún til sérvinnslu. Gjald v/sérvinnslu er samkv. gjaldskrá Þjóðskrá Íslands og skal senda á eyðublaðinu Z-853 á  servinnsla@skra.is


Leit

Leit