Afgreiðslutími

Afgreiðslutími vottorða sem pöntuð eru á vef er 4 virkir dagar eftir að pöntun er móttekin. Pantanir sem eru mótteknar í gegnum þjónustuver Þjóðskrár Íslands eru teknar til afgreiðslu allt að 6 virkum dögum eftir að þær hafa verið mótteknar. Helgar og frídagar teljast ekki til virkra daga. Ef póstleggja á vottorð þá bætist sendingartími Íslandspósts við afgreiðslutímann.

Pöntun vottorða

Einstaklingur getur einungis pantað vottorð fyrir sjálfan sig, skráðan maka og börn sín undir lögaldri auk annarra aðila sem viðkomandi kann að hafa forsjá yfir. Foreldrar geta þó ávallt pantað fæðingarvottorð barna sinna. Sé vottorð pantað fyrir hönd annars einstaklings þarf að framvísa umboði sem er vottað af tveimur aðilum. Vottorð eru einungis gefin út á íslensku eða ensku.

Afhending vottorða

Vottorð eru send á lögheimili þess sem tilgreindur er á vottorðinu nema annað sé tilgreint. Ef vottorð er pantað á netinu eða í þjónustuveri gegn framvísun löggilds skilríkis er að auki hægt að óska eftir að það sé sent í tölvupósti.  Þegar vottorð er sótt í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands ber að framvísa löggiltum persónuskilríkjum. Ef annar aðili en sá sem vottorð er fyrir ætlar að sækja vottorð þarf einnig að framvísa löggiltum skilríkjum og umboði.

Íslensk nafnritun

Í tilfellum þar sem þörf er að útskýra íslenska nafnritun gagnvart erlendum stjórnvöldum þá getur gagnast að prenta út eftirfarandi skjal: Appendix to certificates issued by Registers Iceland.

 

Tegund vottorðsLýsingVerð
Dánarvottorð - staðfesting á dánardegiVottorð um dánardag, dánarstað auk hjúskaparstöðu við andlát. 2.240 kr.
ForsjárvottorðVottorð um fyrirkomulag forsjár barns, tilgreint er nafn, kennitala og lögheimili barns, nöfn og kennitölur forsjáraðila og fyrirkomulag forsjár. 2.240 kr.
FæðingarvottorðVottorð um fæðingardag/kennitölu, kyn, fæðingarstað og nöfn foreldra.2.240 kr.
HjónavígsluvottorðVottorð um hjónavígsludag og -stað auk upplýsinga um hjón, nafn, kennitölu/fæðingardag, fæðingarstað og kyn. 2.240 kr.
Hjúskaparstöðuvottorð / hjúskaparvottorðVottorð um núverandi hjúskaparstöðu, t.d. ógift/ur, skilin/n að borði og sæng, lögskilin/n, ekkja/ekkill eða að hjúskaparstaða er óupplýst. 2.240 kr.
HjúskaparsöguvottorðUpptalning á skráðum breytingum á hjúskaparstöðu einstaklings og dagsetningu þeirra t.d. ógift/ur, skilin/n að borði og sæng, lögskilin/n, ekkja/ekkill ásamt nafni/nöfnum maka og kennitölum auk núverandi hjúskaparstöðu. Sambúð/sambúðartími er ekki upptalin nema sérstaklega sé óskað eftir því í athugasemdum.8.000 kr.
Lögheimilissaga - án heimilisfanga, en lönd tilgreind.Vottorð fyrir einstakling sem tilgreinir í hvaða landi eða löndum viðkomandi hefur átt lögheimili frá tilteknum tíma til dagsins í dag. 2.240 kr.
Lögheimilissaga - með heimilisföngum. Sérvinnsla.Upptalning á lögheimilum þ.e. heimilisföngum og sveitarfélagi á Íslandi frá tilteknum tíma til dagsins í dag. Ef einstaklingurinn hefur átt lögheimili erlendis þá er land/lönd tilgreind en ekki heimilisföng. 8.000 kr.
Ríkisfangsvottorð Vottorð um íslenskt ríkisfang. Auk ríkisfangs er tilgreint fullt nafn, kennitala, kyn og lögheimili einstaklings. 2.240 kr.
SambúðarvottorðVottorð um núverandi sambúð, þ.e. upplýsingar um sambúðaraðila,upphafsdagsetningu sambúðar og lögheimili.2.240 kr.
Staðfesting á lífiVottorð fyrir einstakling þar sem tilgreint er að viðkomandi sé á lífi. Auk upplýsinga um nöfn er kennitala, kyn og lögheimili tilgreint. 2.240 kr.
Staðfesting á núverandi lögheimili fyrir alla á sama fjölskyldunúmeri.Vottorð um núverandi lögheimili aðila sem hafa sama fjölskyldunúmer. Ef lögheimilið er á Íslandi þá er heimilisfang tilgreint, en ef lögheimilið er erlendis þá er einvörðungu tilgreint land. 2.240 kr.
Staðfesting á núverandi lögheimili og aðsetri fyrir einn.Vottorð um núverandi lögheimili einstaklings og skráð aðsetur ef við á. Ef viðkomandi er með lögheimili á Íslandi þá er heimilisfang tilgreint, en ef lögheimilið er erlendis þá er einvörðungu tilgreint land. 2.240 kr.
Vottorð um fjárræðiÁ vottorðinu kemur fram hvort einstaklingur sé sviptur fjárræði. Ef einstaklingurinn er sviptur fjárræði þá kemur jafnframt hver er skipaður lögráðamaður/ráðsmaður, hvenær sviptingartíma lýkur og hvort svipting fjárræðis sé takmörkuð við tilteknar eignir. 2.240 kr.
Vottorð um lögræðiÁ vottorðinu kemur fram hvort einstaklingur sé sviptur lögræði. Ef einstaklingurinn er sviptur lögræði þá kemur jafnframt hver er skipaður lögráðamaður og hvenær sviptingartíma lýkur. 2.240 kr.
Vottorð um nafnbreytinguVottorð um núverandi nafn og fyrra/fyrri nöfn sem skráð hafa verið í þjóðskrá. Auk upplýsinga um nöfn er kennitala, kyn og lögheimili tilgreint. 2.240 kr.
Vottorð um sjálfræðiÁ vottorðinu kemur fram hvort einstaklingur sé sviptur sjálfræði. Ef einstaklingurinn er sviptur sjálfræðið þá kemur jafnframt hver er skipaður lögráðamaður og hvenær sviptingartíma lýkur. 2.240 kr.

Eftirfarandi vottorð þarf að panta með því að hafa samband við Þjóðskrá Íslands:

Tegund vottorðs Lýsing     Verð 
 Vottorð um fjárræði Á vottorðinu kemur fram hvort einstaklingur sé sviptur fjárræði. Ef einstaklingurinn er sviptur fjárræði þá kemur jafnframt hver er skipaður lögráðamaður/ráðsmaður, hvenær sviptingartíma lýkur og hvort svipting fjárræðis sé takmörkuð við tilteknar eignir. Ekki er unnt að panta vottorðið rafrænt enn sem komið er, vinsamlegast hafið samband við þjónustuver Þjóðskrár Íslands.   2.240 kr.
Vottorð um sjálfræði  Á vottorðinu kemur fram hvort einstaklingur sé sviptur sjálfræði. Ef einstaklingurinn er sviptur sjálfræðið þá kemur jafnframt hver er skipaður lögráðamaður og hvenær sviptingartíma lýkur. Ekki er unnt að panta vottorðið rafrænt enn sem komið er, vinsamlegast hafið samband við þjónustuver Þjóðskrár Íslands.   2.240 kr.

Gjaldskráin gildir frá 12. febrúar 2016.


Leit

Leit