Spurt og svarað um breytta skráningu á kyni samhliða nafnbreytingu

    • Hægt er að óska rafrænt eftir breyttri skráningu á kyni og samhliða nafnbreytingu á eyðublaði A-180. Einstaklingur þarf að skrá sig inn á eyðublaðið með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
    • Einnig er hægt að mæta í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands í Reykjavík og óska eftir breyttri skráningu á kyni og samhliða nafnbreytingu og þá þarf að framvísa löggiltum skilríkjum.
    • Einstaklingar sem bera kenningu til foreldris/foreldra geta breytt kenninafni sínu til samræmis við breytta skráningu á kyni. Kenninafnsendingin tekur mið af kynskráningu. Konur og stúlkur skulu verða –dóttir og karla og drengir skulu verða –son og einstaklingar með hlutlausa kynskráningu er heimilt að verða -bur. Einstaklingum með hlutlausa kynskráningu er einnig heimilt að nota nafn móður eða föður í eignarfalli, án viðeigandi endingar, sem kenninafn. Eins eiga einstaklingar sem óska eftir breyttri skráningu á kyni rétt á að breyta eiginnafni sínu.
       
      • Umsóknarferli fyrir ungmenni á aldrinum 15-17 ára er með sama hætti og fyrir fullorðna einstaklinga. Sjá hér að ofan.
      •  Barn yngra en 15 ára getur með fulltingi forsjáraðila sinna óskað eftir breyttri skráningu kyns síns og samhliða nafnbreytingu. Neðangreindir punktar eiga við um umsóknarferlið fyrir börn yngri en 15 ára.
      • Hægt er að óska rafrænt eftir breyttri skráningu á kyni og samhliða nafnbreytingu A-180. Nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki barnsins við innskráningu inn á eyðublaðið.
      • Forsjáraðilar þurfa að taka afstöðu til beiðninnar með því að skrá sig inn á eyðublað A-182. Tölvupóstur verður sendur umsækjanda þegar staðfestingarformin eru tilbúin.
      • Séu forsjáraðilar barns tveir þá þarf staðfesting þeirra beggja á breyttri skráningu að liggja fyrir.
      • Einnig er hægt að mæta í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands í Reykjavík og þá þarf að framvísa löggiltum skilríkjum. Vinsamlegast athugið að bæði barn og forsjáraðili/aðilar þurfa að mæta í afgreiðsluna.
      • Einstaklingar sem bera kenningu til foreldris/foreldra geta breytt kenninafni sínu til samræmis við breytta skráningu á kyni. Kenninafnsendingin tekur mið af kynskráningu. Konur og stúlkur skulu verða –dóttir og karla og drengir skulu verða –son og einstaklingar með hlutlausa kynskráningu er heimilt að verða -bur. Einstaklingum með hlutlausa kynskráningu er einnig heimilt að nota nafn móður eða föður í eignarfalli, án viðeigandi endingar, sem kenninafn. Eins eiga einstaklingar sem óska eftir breyttri skráningu á kyni rétt á að breyta eiginnafni sínu.
      • Liggi upplýsingar um forsjá barns ekki fyrir hefur Þjóðskrá Íslands samband og kallar eftir gögnum er varða forsjána.
      • Njóti barn ekki stuðnings forsjáraðila sinna, annars eða beggja, til að breyta skráningu kyns getur það lagt ósk um breytingu fyrir sérfræðinefnd og breytt skráningunni ef sérfræðinefndin fellst á erindi þess.
      • Nýmæli í lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 er að einstaklingar geta óskað eftir hlutlausri skráningu á kyni sínu í þjóðskrá og eru þeir einstaklingar skráðir „Kynsegin/annað“ í þjóðskrá.
      • Sótt er um hlutlausa skráningu kyns með sama hætti og sótt er um aðrar breytingar á skráðu kyni. Sjá hér að ofan.
    • Sé verið að óska eftir nafnbreytingu samhliða ósk um breytta skráningu á kyni þá er það gert á einu og sama eyðublaði A-180. Einstaklingur þarf að skrá sig inn á eyðublaðið með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
    • Eigi eingöngu að óska eftir nafnbreytingu þá er það gert á eyðublaði A-113 (18 ára og eldri) eða A-114 (17 ára og yngri).
    • Einnig er hægt að mæta í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands í Reykjavík og óska eftir nafnbreytingu og þá þarf að framvísa löggiltum skilríkjum.
    • Sé nafn sem óskað er eftir ekki á mannanafnaskrá þarf að sækja um nafnið til mannanafnanefndar. Greiða þarf fyrir umfjöllun nefndarinnar og svo einnig fyrir nafnbreytinguna. Áður en krafa er gerð um greiðslu þá er staðfest við einstaklinginn hvort sækja eigi um nafnið.
    • Beiðni um breytta skráningu á kyni og samhliða nafnbreyting er tekin til vinnslu innan 2 virkra daga frá því að beiðni berst.
    • Í tilvikum barna þá er beiðni tekin til vinnslu innan 2 virkra daga frá því að staðfesting forsjáraðila berst. 
      • Misjafnt er hvenær fyrirtæki og stofnanir uppfæra hjá sér þjóðskrárupplýsingar og því getur verið að eldri skráning birtist í einhvern tíma í kerfum fyrirtækja og stofnana.
    • Einstaklingur á rétt á því að fá útgefin persónuskilríki sem samrýmast breyttri skráningu. Vakin er athygli á því að í kjölfar breytingar á skráðu kyni og breyttu nafni er æskilegt að sækja um ný skilríki, t.d. vegabréf og ökuskírteini. Einstaklingar þurfa sjálfir að sækja um og greiða fyrir ný skilríki í kjölfar breytinga á skráningu.
    • Athugið að það getur tekið mislangan tíma fyrir umsóknarkerfi vegna skilríkja að uppfærast, þannig að það gæti verið ágætt að bíða í allavega einn sólarhring frá því að breyting hefur verið gerð á skráningu í þjóðskrá þar til sótt er um ný skilríki.