Fræðsluefni

 • Fasteignir, hluta þeirra og einstök mannvirki á að skrá í fasteignaskrá samkvæmt lögum. 

  Fasteign er afmarkaður hluti lands, ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem eru varanlega skeytt við landið. 

  Nýjar lóðir á að skrá í fasteignaskrá sem nýjar fasteignir. Skráning mannvirkis, eins eða fleiri, á lóð telst ekki vera skráning á nýrri fasteign. Mannvirkið eða mannvirkin verða þá hluti þeirrar fasteignar sem lóðin er. Ef hins vegar á að gera hluta lóðar (með eða án mannvirkis) að sjálfstæðri fasteign þarf að sækja um stofnun hennar í fasteignaskrá. Sama gildir ef skipta á húsi upp í séreignarhluta í fjöleignarhúsi.

  Greiða á gjald fyrir skráningu nýrrar fasteignar í fasteignaskrá.

  Lög og reglugerðir um skráningu og mat fasteigna

 • Sótt er um stofnun nýrrar fasteignar hjá viðkomandi sveitarfélagi. Ný fasteign getur verið ný lóð, séreignarhluti í lóð (fjöleign) eða séreignarhluti í fjöleignarhúsi.

  Hvernig farið er að

  Þegar landeigandi ákveður að skipta upp landi í fleiri fasteignir þarf hann að sækja um skráningu þeirra hjá viðkomandi sveitarfélagi. Byggingarfulltrúi forskráir fasteignina í fasteignaskrá en sú skráning er staðfest af þinglýsingarstjóra sýslumanns. Greiða á gjald fyrir skráningu nýrrar fasteignar í fasteignaskrá.

  Ef stofna á nýja fasteign sem er séreignarhluti í fjöleignarhúsi er sótt um skráningu nýrrar fasteignar auk þess sem útbúa þarf eignaskiptayfirlýsingu. Hentugast er að sækja um þá skráningu um leið og eignaskiptayfirlýsingunni er skilað inn til byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags. Eignaskiptayfirlýsing tekur gildi við þinglýsingu.

  Við samruna fleiri fasteigna þarf að gæta þess að sama eignarhald (sami eigandi) sé á þeim fasteignum sem sameina á.  Á sama hátt þurfa veðbönd eignanna að vera samrýmanleg. Þetta þarf að vera frágengið áður en sótt er um samruna fasteigna.

  Eyðublöð vegna fasteigna og landeigna
  Lög um skráningu og mat fasteigna

   
 • Skráningartöflur eru ætlaðar hönnuðum mannvirkja, embættismönnum sveitarfélaga, eigendum fasteigna, eignaskiptayfirlýsendum, fasteignasölum, skipulagsyfirvöldum, sýslumönnum og starfsmönnum þeirra og öðrum sem vinna að skilgreiningu og skráningu fasteigna.

  • Skráningartafla útg. 4.01b Pakkinn inniheldur Excel skráningartöfluna, leiðbeiningar á Word sniði ásamt töfludæmi. Einnig er í pakkanum Excelskráningartafla með aðlöguðu stafasetti fyrir Mac tölvur.
  • PC-taflan sem gengur í Excel 2002 er aðgengileg stök og gildir líka fyrir nýja útgáfu Office-pakka Mac.
  • Mac-taflan er einnig aðgengileg stök. Skjalið gildir eingöngu fyrir eldri útgáfur Office-pakka Mac.
  • PC-taflan fyrir hesthús Taflan er notuð fyrir uppskiptingu hesthúss í stíur í opnu rými. Sjá reglugerð um breytingu á reglugerð um eignaskiptayfirlýsingar, 1110/2007
 • Þjóðskrá Íslands og Félag byggingarfulltrúa hafa unnið saman að leiðbeiningum um skráningu mannvirkja. Þær sýna meðal annars litun teikninga, skráningu á svalaskýlum, skráningu á þaksvölum, skráningu sökkulrýma, tölusetningu rýma og fleira.   

  Skráningarreglur Fasteignamats ríkisins (nú Þjóðskrá Íslands) og Félags byggingarfulltrúa frá 2005 

  Skráningarreglur eru byggðar á reglugerð 910/2000 um eignaskiptayfirlýsingar, útreikning hlutfallstalna o.fl. í fjöleignarhúsum. Bent er á fleiri reglur um skráningu mannvirkja í fylgiskjali með reglugerðinni sem ber heitið reglur og leiðbeiningar Fasteignamats ríkisins (nú Þjóðskrá Íslands) og Félags byggingarfulltrúa.

  Eignaskiptayfirlýsing. Sýnishorn af eignaskiptayfirlýsingu. pdf skjal

  Gátlisti fyrir eignaskiptayfirlýsingu 

  Eignaskiptayfirlýsing. Sýnishorn af eignaskiptayfirlýsingu, sýnir mannvirki með bílageymslu og hvernig hlutfall bílastæða í mannvirki er reiknað sérstaklega. Þetta er gert til að einfalda gerð og takmarka fjölda viðauka vegna sölu á bílastæðum á milli eigna. pdf skjal

  Eignaskiptayfirlýsing (pdf). Sýnishorn er af eignaskiptayfirlýsingu fyrir hesthús þegar því er skipt upp eftir stíum og hestafjölda. 

   

Athugið

01

Ef fjölga skal fasteignum þarf að skila inn umsókn um skráningu fasteigna

02

Ef mynda á nýja fasteign úr annarri þá skal gera grein fyrir upprunaeign