Þjóðskrá22. júní 2018

Fæðingar- og hjúskaparstöðuvottorð í pósthólfi Ísland.is

Þjóðskrá Íslands hóf í vikunni framleiðslu á rafrænum fæðingar- og hjúskaparstöðuvottorðum sem eru aðgengileg einstaklingum í pósthólfi Ísland.is

Þjóðskrá Íslands hóf í vikunni framleiðslu á rafrænum fæðingar- og hjúskaparstöðuvottorðum sem eru aðgengileg einstaklingum í pósthólfi Ísland.is. Vottorðin eru með rafrænni undirritun frá Þjóðskrá Íslands sem er örugg og rekjanleg og eru að öllu leyti jafngild og hefðbundin pappírsvottorð sem undirrituð eru með penna. Rafræna undirritunin heldur sínu gildi við áframsendingar og helstu stofnanir og aðrir sem helst taka á móti vottorðum úr þjóðskrá eru upplýst um hana og gildi rafrænu vottorðanna. Þjóðskrá Íslands hvetur viðskiptavini sína til að nýta sér þessa nýju, einföldu og skilvirku leið þegar vottorð eru pöntuð. Fleiri vottorð bætast við á næstunni. 

Stefna Þjóðskrár Íslands er að veita góða þjónustu sem sparar viðskiptavinum sporin, hvar sem er og hvenær sem er. Til að þetta takist þarf að huga að rafrænum lausnum og leggja áherslu á skilvirkni og sjálfvirkni. Þjóðskrá Íslands vill leggja áherslu á að hafa rafræna þjónustu ávallt sem fyrsta valkost svo að viðskiptavinir geti lokið afgreiðslu sinna mála á netinu. Hluti af þessu markmiði er að í árslok 2018 verði öll vottorð úr þjóðskrá afhent með rafrænum hætti í pósthólfi Ísland.is. 

 

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar