Þjóðskrá04. október 2019

Allar fasteignatilkynningar í pósthólf á Ísland.is

Fasteignamat 2020 og allar breytingar á skráningu og mati fasteigna fara nú í pósthólf fasteignaeigenda á Ísland.is.

Fasteignamat 2020 og allar breytingar á skráningu og mati fasteigna fara nú í pósthólf fasteignaeigenda á Ísland.is. Gildir þetta því um allar breytingar á skráningum fasteigna, mannvirkja, landeigna ásamt breytingum á fasteigna- og brunabótamati sem hér eftir fara aðeins í pósthólf fasteignaeigenda á Ísland.is en eru ekki sendar sérstaklega út á pappír. 

Vilji fasteignaeigendur fá slíkar tilkynningar á pappír geta þeir óskað sérstaklega eftir því. 

Þessi ákvörðun er liður í að einfalda og auðvelda samskipti Þjóðskrár Íslands við fasteignaeigendur og er í samræmi við fjarskiptastefnu ríkisstjórnarinnar þar sem segir að rafræn samskipti verði fyrsti kostur í samskiptum stofnunarinnar við einstaklinga og lögaðila. Að sama skapi er þetta í samræmi við umhverfisstefnu Þjóðskrár Íslands en þar segir að stofnunin ætli sér að vera í fararbroddi meðal stofnana ríkisins í miðlun upplýsinga á rafrænu formi. 

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar