Afgreiðsla opnar á ný 4. maí

30.04.2020

Afgreiðsla opnar á ný 4. maí

Afgreiðslutími Þjóðskrár Íslands í Borgartúni og á Akureyri verður með hefðbundnum hætti frá og með 4. maí næstkomandi. Opnunartími verður frá klukkan 9 til 15. Vakin er athygli á því að fjöldatakmarkanir eru í gildi og er miðað við að hámark 10 manns geti verið inni í afgreiðslu stofnunarinnar á sama tíma í Borgartúni en 2 á Akureyri.

Viðskiptavinum er bent á að flestum erindum er hægt að sinna á vef stofnunarinnar www.skra.is. Nálgast má þjónustuver í netspjalli og með tölvupósti á skra@skra.is. Símaver er jafnframt opið frá klukkan 9 til 15 virka daga. 


Til baka

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár Íslands út desember 2020.

Skoða nánar
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?