Fólk21. október 2021

Miðlun breyttrar kerfiskennitölu hefst ekki 1. nóvember 2021

Miðlun á nýrri kerfiskennitölu hefur verið frestað fram yfir áramót.

Með lögum um skráningu einstaklinga nr. 140/2019 kom krafa um breytta birtingamynd kerfiskennitölunnar. Samkvæmt lögunum skulu kerfiskennitölur vera aðgreindar með sýnilegum hætti frá kennitölum einstaklinga í þjóðskrá. Ákvæðið tók gildi 1.maí 2021 og áætlað var að miðlun á kerfiskennitölunni hæfist 1.nóvember 2021 en hefur verið frestað fram yfir áramót vegna erindis sem barst Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um frestun á miðlun nýrrar kerfiskennitölu. Þjóðskrá mun tilkynna um nákvæma dagsetningu þegar ljóst er hvenær miðlun á nýrri kerfiskennitölu hefst.

Þjóðskrá hélt opinn fund 1. júlí 2020 þar sem kynntar voru þrjár tillögur að nýrri útfærslu á kerfiskennitölunni og í framhaldinu voru útfærslurnar settar inn í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Niðurstaða umsagnanna var kerfiskennitala sem samanstendur af tíu tölustöfum, hefst á 8 eða 9 án vartöluprófunar. Aðrar tölur í kerfiskennitölu en sú fyrsta verði tilviljanakenndar og var breyting kynnt í nóvember 2020. 

Dæmi um breytinguna: 010373-1589 verður 892350-1739

Einnig hélt Þjóðskrá rafrænan upplýsingafund 20. maí 2021 fyrir þá sem sjá um tæknilegar útfærslur fyrir kerfiskennitölu í kerfum fyrirtækja.

 

Hægt er að finna prófunargögn inn á opingogn.is

Nánari upplýsingar um kerfiskennitölur er að finna hér


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar