Þjóðskrá16. janúar 2003

Nær 20% veltuaukning á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu árið 2002

Velta og fjöldi kaupsamninga í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu jókst á árinu 2002 samanborið við árið 2001.

Velta og fjöldi kaupsamninga í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu jókst á árinu 2002 samanborið við árið 2001.

Þetta er byggt á úrvinnslu Fasteignamats ríkisins á þinglýstum kaupsamningum fasteigna í Landskrá fasteigna á höfuðborgarsvæðinu.

Á árinu 2002 var heildarupphæð kaupsamninga um fasteignir sem þinglýst var við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu 100.573 miljónir króna en var 84.133 miljónir króna árið 2001. Aukning veltunnar var því 19,5 % milli ára.

Á árinu 2002 var 7.189 kaupsamningum um fasteignir þinglýst samanborið við 6.141 kaupsamninga árið 2001. Aukning milli ára var 1.048 kaupsamningar eða 17,1 %.

Meðalupphæð á kaupsamning var 14,0 miljónir króna árið 2002 en var 13,7 miljónir króna árið 2001.

Velta og fjöldi kaupsamninga árin 2001 og 2002 eftir ársfjórðungum er sem hér segir:

  1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj.
 

Velta (milj.kr)

Fjöldi samninga

Velta (milj.kr.)

Fjöldi samninga

Velta (milj.kr.)

Fjöldi samninga

Velta (milj.kr.)

Fjöldi samninga

2001

16.198

1.109

23.306

1.608

21.729

1.682

22.900

1.742

2002

20.648

1.494

26.105

1.863

27.342

1.929

26.477

1.903

Mismunur

4.450

385

2.800

255

5.613

247

3.578

161

Hlutf.breyting

27.5%

34.7%

12.0%

15.9%

25,8%

14,7%

15,6%

9,2%

Velta og fjöldi kaupsamninga árin 2001 og 2002 eftir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er sem hér segir:

  2001 2002 Breyting
  Velta (milj.kr.) Fjöldi samninga Velta (milj.kr.) Fjöldi samninga Velta (milj.kr) Fjöldi samninga

Reykjavík

52.386 3.922 60.770 4.565 16,0%

16,4%

Seltjarnarnes 1.5001 97 1.609 105 7,3% 8,2%
Mosfellsbær 2.739 217 3.408 248 24,4% 14.,3%
Kópavogur 12.007 824 15.356 1.057 27,9% 28,3%
Hafnarfjörður 9.993 773 12.904 906 29,1% 17,2%
Garðabær 4.584 257 5969 275 30,2% 7,0%
Bessastaðahreppur 925 51 558 33 -39,7% -35,3%
Samtals 84.133 6.141 100.573 7.189 19,5% 17,1%

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar