Umhverfisstefna

Græn skref og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

 • Þjóðskrá fylgir Grænum skrefum í ríkisrekstri.
 • Þjóðskrá fylgir vistvænni innkaupastefnu ríkisins.
 • Þjóðskrá innleiðir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og nýtir þau stefnumótun og framtíðarsýn stofnunarinnar.
 • Allt sem til fellur hjá stofnuninni er endurnýtt, endurunnið eða ef það er óhjákvæmilegt, fargað eftir réttum leiðum.
 • Haldið er grænt bókhald og unnið jafnóðum að leiðum til að minnka orkunotkun.
 • Í samgöngustefnu eru markmið sett um fækkun ferða auk þess sem stuðlað er og hvatt til umhverfisvænni ferðamáta.
 • Þjóðskrá er fyrirmyndar í loftslagsmálum og dregur markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda.
 • Þjóðskrá gerir kröfur til þjónustuaðila og byrgja um að vera ábyrg í samfélags- og umhverfismálum.
 • Þjóðskrá er með samgöngustyrki fyrir umhverfisvænni ferðamáta og nýtir aðra hvata til að fjölga umhverfisvænni ferðum.

Umbótastjórnun

 • Innan Þjóðskrár starfar umhverfishópur sem hefur það að sameiginlegu markmiði að Þjóðskrá og starfsmenn fylgi settum markmiðum.
 • Umhverfishópur skal gera áætlun fyrir framkvæmdastjórn um hvernig græn skref skulu viðhaldið og endurskoðuð.
 • Með þjálfun starfsmanna og ábyrgð hvers og eins er lagður grunnur að aukinni vitund í umhverfismálum.
 • Innleiðing straumlínustjórnunar - eftirfylgni umbóta, árangur sé mælanlegur og sýnilegur.
 • Fylgt er skýrri markmiðasetningu í loftslagsmálum.

Úrvinnsla og miðlun gagna er hvar og hvenær sem er

 • Allt útgefið efni Þjóðskrár skal vera aðgengilegt á rafrænan hátt.
 • Rafræn miðlun upplýsinga og gagna tryggir öryggi gagna og sparar viðskiptavinum sporin, sparar pappír og er þar af leiðandi umhverfisvænni.
 • Þjóðskrá er leiðandi meðal ríkisstofnana þegar kemur að miðlun gagna og upplýsinga á rafrænan máta og nýtir til þess stjórnkerfi upplýsingaöryggis með BSI vottun, skv. ISO 27001 staðlinum.

Framtíðarsýn

 • Langtímasýn og stefnur hjá Þjóðskrá skulu taka mið af umhverfis- samfélags- og loftslagsstefnu.
 • Árið 2025 mun Þjóðskrá vera búin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 50% á ársverk miðað við árið 2019.
 • Þjóðskrá mun kolefnisjafna alla eftirstandandi losun með kaupum á kolefniseiningum.

Rýni og endurskoðun

 • Umhverfisstefnan og loftslagsstefnan, og grænu skrefin skulu endurskoðuð á tveggja ára fresti.
 • Verkferlar verða yfirfarnir og endurbættir með reglubundnum hætti.
 • Árangur stofnunarinnar í umhverfismálum skal vera kynntur og miðlað í ársskýrslu Þjóðskrár.
 • Markmiðasetning í loftslagsmálum skal endurskoðuð reglulega.
 • Umhverfishópur Þjóðskrár og framkvæmdarstjórn bera ábyrgð á stefnunni og að henni sé framfylgt.
 • Stefnan er birt á ytri vef stofnunarinnar sem og í starfsmannahandbók.

Markmið 2021-2025

Markmið ársins 2022 miðað við árið 2019.

 • Notkun pappírs minnki um 10%
 • Eldsneytisnotkun minnki um 15%
 • Flokkun verði 80% úrgangs
 • Öll hreinsiefni verði með umhverfisvottun

Markmið 2022-2024 miðað við árið 2019.

 • Notkun pappírs minnki um 25%
 • Rafmagnsnotkun minnki um 15%
 • Hitaveitunotkun minnki um 10%
 • Flokkun verði 90% úrgangs

Markmið 2025 miðað við árið 2019

 • Losun GHL verði búin að minnka um 50%
 • Þar af er losun vegna aksturs 50%, flugsamgangna 55%, úrgangs 50% og rafmagns 20%

Græn skref

Þjóðskrá fylgir grænum skrefum í ríkisrekstri

Skoða nánar

Vistvæn innkaupastefna

Þjóðskrá fylgir vistvænni innkaupastefnu ríkisins.

Nánar á vinn.is