Eignaskiptayfirlýsing - ætlað starfsmönnum sveitarfélaga

Eignaskiptayfirlýsing til yfirferðar

Afgreiðslutími:

5 vikur

Athugið

ÞÍ fer yfir eignaskiptayfirlýsingar og skráningartöflur sem þeim tengjast fyrir sveitarfélög. Einungis má senda inn eina eignaskiptayfirlýsingu í einu.

Þjóðskrá vill vekja athygli á því að stofnunin mun frá og með 1. september næstkomandi hætta yfirferð eignaskiptayfirlýsinga fyrir hönd sveitarfélaga. Þessi ákvörðun er tekin eftir greiningu á verkefninu, en fjöldi yfirferða hefur verið undir þeim viðmiðum sem Þjóðskrá gerði ráð fyrir þegar verkefnið var sett af stað. Þjóðskrá vill einnig vekja athygli á að nýverið var gefin út endurbætt skráningartafla sem inniheldur meðal annars bætta villuleit og útreikninga á hlutfallstölum. Þróun á skráningartöflunni mun halda áfram og er stefnt að því að koma henni á sjálfvirkara form á næstu misserum.

Ef upp koma spurningar um skráningu fasteigna má beina þeim á netfangið skraning@skra.is

Lagaheimild skráningar